HS Orka
HS Orka

Fréttir

Skyggnir fær styrk til líkamsræktar og sunds
Föstudagur 26. september 2025 kl. 06:20

Skyggnir fær styrk til líkamsræktar og sunds

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Skyggni vegna líkamsræktar og sunds. Styrkurinn nemur 192.970 krónum og felst í niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem lögð var fram beiðni frá Björgunarsveitinni ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu. Eðvarð Atli Bjarnason vék af fundi við umfjöllun málsins.

Samþykkt var að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu að útbúa tilfærsluviðauka vegna málsins, auk þess sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að útbúa viðauka við samning sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Skyggni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25