Tarantino og Eli Roth í Bláa lóninu
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Quentin Tarantino og Eli Roth, leikstjóri kvikmyndarinnar Hostel sem var heimsfumsýnd hér á landi nýverið, heimsóttu Bláa Lónið – heilsulind sl. sunnudagskvöld ásamt föruneyti. Í hóipi þeirra var einnig Eyþór Guðjónsson, sem fer með aðalhlutverk í myndinni.
Gestirnir byrjuðu á að fara í lónið þar sem þeir slökuðu vel á og fengu gott nudd. Að því loknu snæddu gestirnir kvöldverð í boði Bláa Lónsins. Hópurinn var mjög ánægður með heimsóknina og sagðist Eli Roth alltaf gefa sér tíma til þess að baða sig í lóninu þegar hann væri staddur hér á landi.
Gestirnir byrjuðu á að fara í lónið þar sem þeir slökuðu vel á og fengu gott nudd. Að því loknu snæddu gestirnir kvöldverð í boði Bláa Lónsins. Hópurinn var mjög ánægður með heimsóknina og sagðist Eli Roth alltaf gefa sér tíma til þess að baða sig í lóninu þegar hann væri staddur hér á landi.