Sindri Freyr Norðurlandameistari
Vel heppnað Norðurlandamót í kraftlyftingum í Njarðvík
Njarðvíkingurinn Sindri Freyr Arnarson fagnaði um helgina Norðurlandameistaratitli í kraftlyftingum á heimavelli. Sindri sem keppir í flokki -74 kg lyfti samtals 585 kg í réttstöðulyftu, hnébeygju og bekkpressu og náði sínum besta árangri í öllum greinum. Sindri setti Íslandsmet í þessum þyngdarflokki í bekkpressu þar sem hann lyfti 165 kg. Hörður Birkisson frá Massa hafnaði í 2. sæti á eftir Sindra með samtals 545 kg. Glæsilegt hjá heimamönnum.
Mörg met féllu á mótinu sem haldið var í Njarðvík um helgina en þar á meðal voru fjögur heimsmet. Mótið tókst með eindæmum vel og voru keppendur alsælir með aðstöðuna og skipulag.
Sindri einbeittur ásamt Sturlu Ólafssyni þjálfara og formanni Massa.
Hörður Birkisson tekur á því í hnébeygju.
Auðunn Jónsson í vígahug.
Sigfús Fossdal.
Það var tekið á öllu í Ljónagryfjunni um helgina.
VF/myndir Eyþór Sæmundsson.