Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sindri Freyr Norðurlandameistari
Sindri lyfti 207,5 kg í hnébeygju.
Sunnudagur 24. ágúst 2014 kl. 12:47

Sindri Freyr Norðurlandameistari

Vel heppnað Norðurlandamót í kraftlyftingum í Njarðvík

Njarðvíkingurinn Sindri Freyr Arnarson fagnaði um helgina Norðurlandameistaratitli í kraftlyftingum á heimavelli. Sindri sem keppir í flokki -74 kg lyfti samtals 585 kg í réttstöðulyftu, hnébeygju og bekkpressu og náði sínum besta árangri í öllum greinum. Sindri setti Íslandsmet í þessum þyngdarflokki í bekkpressu þar sem hann lyfti 165 kg. Hörður Birkisson frá Massa hafnaði í 2. sæti á eftir Sindra með samtals 545 kg. Glæsilegt hjá heimamönnum.

Mörg met féllu á mótinu sem haldið var í Njarðvík um helgina en þar á meðal voru fjögur heimsmet. Mótið tókst með eindæmum vel og voru keppendur alsælir með aðstöðuna og skipulag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sindri einbeittur ásamt Sturlu Ólafssyni þjálfara og formanni Massa.

Hörður Birkisson tekur á því í hnébeygju.

Auðunn Jónsson í vígahug.

Sigfús Fossdal.

Það var tekið á öllu í Ljónagryfjunni um helgina.

VF/myndir Eyþór Sæmundsson.