Stjórnvöld vissu af fyrirhuguðum niðurskurði á Keflavíkurflugvelli
Íslenskum stjórnvöldum var full kunnugt um áform Bandaríkjamanna um að draga úr hernaðarviðbúnaði hér á landi áður en Elizabeth Jones aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréfið frá Bandaríkjaforseta. Bandaríkjamenn stefndu að því að taka einhliða ákvörðun og að breytingar á varnarliðinu áttu að eiga sér stað fljótt.Bréfið frá Bush, sem Elizabet Jones aðstoðarráðherra í málefnum Evrópu og Asíu, afhenti Davíð í ráðherrabústaðnum 5. júní kom íslenskum ráðmönnum ekki á óvart. Fundurinn stóð aðeins í hálfa klukkustund því hvorki utanríkisráðherra né forsætisráðherra töldu ástæðu til að ræða við sendimenn bandaríkjastjórnar á þessari stundu. Vænlegra þótti fyrst málið var komið í hendur Bandaríkjaforseta að svara honum beint. Fréttastofu Útvarps er kunnugt um að bandarísk stjórnvöld höfðu nokkru áður komið mjög skýrum skilaboðum til íslenskra stjórnvalda um hverjar þeirra hugmyndir væru um framtíð varnarliðsins í Keflavík. Einnig að ekki þætti ástæða til að efna til viðræðna milli þjóðanna um þær breytingar. Þeim átti að hrinda í framkvæmt fljótt og af hálfu Bandaríkjamanna var um einhliða ákvörðun að ræða.
Það hefur komið fram að bréfið frá Bush var á vinsamlegum nótum og aðeins sagt að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á því að kanna nýjar leiðir í vörum landsins sem yrðu í samræmi við hagsmuni beggja landanna. Við höfum líka skýrt frá því að tónninn í bréfi Davíðs Oddssonar til Bush hafi verið allt annar en í bréfi Bush. Það hafi verið mjög ákveðið og eindregið. Farið var fram á að hér yrði áfram óbreytt ástand og að F-15 orustuvélarnar færu hvergi.
Upplýsingarnar sem íslensk stjórnvöld höfðu áður en bréfið frá Bush barst skýra tóninn í bréfinu frá Davíð og að í raun hafi hann frekar verið að svara þeim en bréfinu frá Bush. Ráðmenn hér hafa hvað eftir annað sagt að málið væri bæði alvarlegt og viðkvæmt. Alvaran felst ekki síst í því að íslensk stjórnvöld óttast að Bandaríkjamenn taki einhliða ákvörðun um breytingar á Varnarliðinu. Bush fékk svarbréfið frá Davíð á miðvikudaginn og samkvæmt upplýsingum í forsætisráðuneytinu hefur svar ekki borist enn.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Það hefur komið fram að bréfið frá Bush var á vinsamlegum nótum og aðeins sagt að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á því að kanna nýjar leiðir í vörum landsins sem yrðu í samræmi við hagsmuni beggja landanna. Við höfum líka skýrt frá því að tónninn í bréfi Davíðs Oddssonar til Bush hafi verið allt annar en í bréfi Bush. Það hafi verið mjög ákveðið og eindregið. Farið var fram á að hér yrði áfram óbreytt ástand og að F-15 orustuvélarnar færu hvergi.
Upplýsingarnar sem íslensk stjórnvöld höfðu áður en bréfið frá Bush barst skýra tóninn í bréfinu frá Davíð og að í raun hafi hann frekar verið að svara þeim en bréfinu frá Bush. Ráðmenn hér hafa hvað eftir annað sagt að málið væri bæði alvarlegt og viðkvæmt. Alvaran felst ekki síst í því að íslensk stjórnvöld óttast að Bandaríkjamenn taki einhliða ákvörðun um breytingar á Varnarliðinu. Bush fékk svarbréfið frá Davíð á miðvikudaginn og samkvæmt upplýsingum í forsætisráðuneytinu hefur svar ekki borist enn.
Ríkisútvarpið greindi frá.