Sprengjuárás hryðjuverkamanna sett á svið á Keflavíkurflugvelli
Samhliða björgunaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Samverði 2002, sem haldin er hér á landi í vikunni fór fram æfing sprengjusérfræðinga frá fimm löndum á Keflavíkurflugvelli. Sprengjudeild Landhelgisgæslu Íslands sér nú alfarið um sprengjueyðingu fyrir varnarliðið en sprengjudeildin þar var lögð niður fyrir tveimur til þremur árum í kjölfar sérstaks samnings þar sem Landhelgisgæslan tók að sér þessa þjónustu.
Æfingin, sem haldin var í dag er fyrsta alþjóðlega æfing sprengjusérfræðinga sem unnin er á þennan hátt. Sett var á svið týpísk hryðjuverkaárás þar sem tveir vopnaðir menn á bíl komu með sprengjur út úr bílnum sem þeir settu fyrir framan byggingu sem átti að sprengja.
Tvær aðferðir voru notaðar við að eyða sprengjunum, fyrri sprengjunni var eytt með vélmenni í eigu sérfræðinga frá Bandaríkjunum og var því stjórnað með þar til gerðri fjarstýringur. Það var svo danskurr sprengjusérfræðingur, klæddur sérstökum búning, sem eyddi þeirri seinni og varð töluverður hvellur í bæði skiptin. Þátttakendur í æfingunni eru frá Eistlandi, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum auk Íslands.
Að sögn Gylfa Gestsonar, yfirmanns sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, kostar nýtt vélmenni á borð við það sem notað var við sprengjueyðinguna um 20 milljónir og á Landhelgisgæslan svipað vélmenni, sem er þó töluvert minna.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur fengið þjálfun frá Danmörku og Bretlandi og eru því vel í stakk búnir til að taka á vandamálum eins og þessum og eiga þeir öll tæki og tól til slíkra verkefna. Gylfi segir að verkefni sprengjudeildarinnar hafi aukist með árunum og hafi til að mynda verið um 200 í fyrra. Fjórir sprengjusérfræðingar starfa hjá Landhelgisgæslunni og hafa þeir því í nógu að snúast.
Æfingin, sem haldin var í dag er fyrsta alþjóðlega æfing sprengjusérfræðinga sem unnin er á þennan hátt. Sett var á svið týpísk hryðjuverkaárás þar sem tveir vopnaðir menn á bíl komu með sprengjur út úr bílnum sem þeir settu fyrir framan byggingu sem átti að sprengja.
Tvær aðferðir voru notaðar við að eyða sprengjunum, fyrri sprengjunni var eytt með vélmenni í eigu sérfræðinga frá Bandaríkjunum og var því stjórnað með þar til gerðri fjarstýringur. Það var svo danskurr sprengjusérfræðingur, klæddur sérstökum búning, sem eyddi þeirri seinni og varð töluverður hvellur í bæði skiptin. Þátttakendur í æfingunni eru frá Eistlandi, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum auk Íslands.
Að sögn Gylfa Gestsonar, yfirmanns sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, kostar nýtt vélmenni á borð við það sem notað var við sprengjueyðinguna um 20 milljónir og á Landhelgisgæslan svipað vélmenni, sem er þó töluvert minna.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur fengið þjálfun frá Danmörku og Bretlandi og eru því vel í stakk búnir til að taka á vandamálum eins og þessum og eiga þeir öll tæki og tól til slíkra verkefna. Gylfi segir að verkefni sprengjudeildarinnar hafi aukist með árunum og hafi til að mynda verið um 200 í fyrra. Fjórir sprengjusérfræðingar starfa hjá Landhelgisgæslunni og hafa þeir því í nógu að snúast.