Risagjaldþrot Thermo plus -Skuldir nær 200 milljónir þrátt fyrir 110 milljóna hlutafé á nafnvirði.
Forráðamenn kælitækjaverksmiðjunnar Thermo plus óskuðu í dag eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Reykjaness. Skiptastjóri verður skipaður í dag og beiðinin tekin fyrir í beinu framhaldi. Að sögn Kristins Jóhanessonar, framkvæmdastjóra Thermo plus
eru ástæðurnar þær að ekki tókst að ná því viðbótarfjármagni sem stefnt var að og nauðsynlega þurfti. Heildarskuldir fyrirtækisins eru nálægt 200 milljónum króna. Selt hlutafé var að nafnvirði 110 milljónir króna sem varlega áætlað er ekki undir 400 milljónum miðað við gengið 4. Starfsemin í húsakynnum fyrirtækisins hætti í fyrrdag en ákvörðun um gjaldþrotaskiptin var tekin á stjórnarfundi Thermo plus sama dag. Kristinn segir að þrátt fyrir ágæta sölusamninga hafi verksmiðjan aldrei náð nægilegum framleiðsluhraða til að standa við þá. Því hafi svona farið. Ljóst er að margir aðilar á Suðurnesjum tapa hlutafé sem þeir hafa lagt í þetta nýsköpunarfyrirtæki sem margir höfðu trú á í byrjun.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja var stærsti hluthafinn en aðrir stórir eru m.a. Lífeyrissjóður Suðurnesja en fjöldi hluthafa var um 270.
Ragnar Sigurðsson, einn stofnenda fyrirtækisins og einn af stærstu ábyrgðarmönnum þess segist ætla reyna að halda starfseminni áfram. Hann sé í viðræðum við bankastofnun í Kanada og fleiri aðila og sé bjartsýnn á að það gangi eftir. „Ég hef marg oft bent á ýmislegt sem mér hefur þótt ansi skrýtið og vafasamt í rekstrinum en ekki fengið hljómgrunn“.
eru ástæðurnar þær að ekki tókst að ná því viðbótarfjármagni sem stefnt var að og nauðsynlega þurfti. Heildarskuldir fyrirtækisins eru nálægt 200 milljónum króna. Selt hlutafé var að nafnvirði 110 milljónir króna sem varlega áætlað er ekki undir 400 milljónum miðað við gengið 4. Starfsemin í húsakynnum fyrirtækisins hætti í fyrrdag en ákvörðun um gjaldþrotaskiptin var tekin á stjórnarfundi Thermo plus sama dag. Kristinn segir að þrátt fyrir ágæta sölusamninga hafi verksmiðjan aldrei náð nægilegum framleiðsluhraða til að standa við þá. Því hafi svona farið. Ljóst er að margir aðilar á Suðurnesjum tapa hlutafé sem þeir hafa lagt í þetta nýsköpunarfyrirtæki sem margir höfðu trú á í byrjun.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja var stærsti hluthafinn en aðrir stórir eru m.a. Lífeyrissjóður Suðurnesja en fjöldi hluthafa var um 270.
Ragnar Sigurðsson, einn stofnenda fyrirtækisins og einn af stærstu ábyrgðarmönnum þess segist ætla reyna að halda starfseminni áfram. Hann sé í viðræðum við bankastofnun í Kanada og fleiri aðila og sé bjartsýnn á að það gangi eftir. „Ég hef marg oft bent á ýmislegt sem mér hefur þótt ansi skrýtið og vafasamt í rekstrinum en ekki fengið hljómgrunn“.