Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Björnsson látinn
Þriðjudagur 21. júlí 2015 kl. 07:00

Ólafur Björnsson látinn

Ólafur Björnsson fv. útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærmorgun, 91 árs að aldri.

Ólafur flutti til Keflavíkur fimm ára gamall frá Hnúki í Klofningshreppi í Dalasýslu þar sem hann fæddist.
Sextán ára var Ólafur orðinn hausari á togaranum Venus frá Hafnarfirði. Ólafur lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1945. Hann var verkstjóri hjá Togaraútgerð Keflavíkur 1953-1956. Ólafur rak Baldur hf. í um þrjátíu ár og var í bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Alþýðuflokkinn í tuttugu og fjögur ár. Hann átti hugmynd að fyrsta frambyggða bátnum sem smíðaður var við íslenskar aðstæður. Notaði fyrstur skutdrátt við Ísland á Baldri KE 97. Átti frumkvæði að ýmsum nýjungum við dragnótarveiðar.

Varaþingmaður var Ólafur árin 1978–1979. Formaður Olíusamlags Keflavíkur frá 1966. Í stjórn LÍU og SÍF og í fjölda nefnda á þeirra vegum 1968–1984. Formaður stjórnar Samlags skreiðarframleiðenda 1983–1991. Formaður stjórnar Heilsugæslu Suðurnesja og sjúkrahúss 1986–1990.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og síðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis tilnefndi Ólaf sem heiðursfélaga. Ólafur var einn af aðalhvatamönnum að stofnun sjómannadeildar VSFK og var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar og gegndi því starfi frá stofnun 1949 til ársins 1961. Þá var hann á sama tíma varaformaður félagsins. Hann var fulltrúi félagsins hjá Sjómannasambandi Íslands og sat í fyrstu framkvæmdastjórn sambandsins sem fyrsti varaforseti þess.

Ólafur missti konu sína  Margréti Zímsen Einarsdóttur árið 1966. Þau eignuðust sex börn. Afkomendur Ólafs og Margrétar, sem flestir búa í Reykjanesbæ eru komir yfir sextíu. Árið 1970 kvæntist Ólafur Hrefnu Ólafsdóttur sem lifir mann sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sjómannadaginn í sumar afhenti Ólafur Byggðasafni Reykjanesbæjar bát sinn Baldur KE. Hér er hann með Sigrúnu Ástu Jónsdóttur forstöðumanns safnsins fyrir framan bátinn.

Frétt um afhendinguna á Sjómannadaginn hér.