Næga atvinnu að hafa í sumar
– Auglýst eftir fólki í flugtengd störf
Það verður næga atvinnu að hafa í sumar á Keflavíkurflugvelli. Í Víkurfréttum í dag eru atvinnuauglýsingar frá öllum helstu fyrirtækjunum í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Airport Associates auglýsir sumarstörf í farþega- og farangursþjónustu, flugvéla- og húsnæðisræstingu, störf í farktvöruhúsi, frílager, hlaðdeild og hleðslueftirliti.
Hjá IGS er auglýst eftir fólki í Cateringu, á frílager, í eldhús, í Saga biðstofu, fraktmiðstöð, farþegaafgreiðslu, hlaðdeild, ræstingu flugvéla og hleðslueftirlit.
Isavia auglýsir störf í flugvernd, í bílastæðaþjónustu, þá vantar þjónustuliða sem aðstoða farþega í brottfarar- og komusal. Þá vantar starfsmenn í farþegaakstur á Keflavíkurflugvelli.
Þá auglýsir Fríhöfnin eftir starfsfólki í verslun, skrifstofu og í vöruhús.
Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi störf betur þá má lesa auglýsingar um þau í Víkurfréttum sem komu út í dag.