Hringmyrkvi: Veðurspáin óhagstæð á Suðurnesjum
Litlar líkur eru á að landsmenn fái notið sólmyrkvans í nótt samkvæmt nýjum upplýsingum frá Veðurstofunni. Hætta er á samfelldu skýjafari nema þá helst á Norðvesturlandi að sögn veðurfræðings. Myrkvinn verður um klukkan 4 í nótt, en deildarmyrkvi hefst tæpri klukkustund fyrr.Veður og skýjafar virðist ætla að setja strik í reikninginn hjá þeim sem hafa hugsað sér að skoða sólmyrkvann sem fer yfir landið í nótt. Hætta er á samfelldu skýjafari um allt land nema helst á Norðvesturlandi. Talið er ólíklegt að myrkvinn sjáist á Raufarhöfn þar sem aðstæður hefðu annars verið með besta móti á landinu ef skyggni hefði leyft og afar litlar líkur eru á að íbúar á suðvesturhorni landsins fá notið þessa hringmyrkva á sólu.
Þó er ekki öll nótt úti og fari svo að létti til má benda á að sjá má til myrkvans um norðan- og austanvert landið og víða Sunnan- og Vestanlands þar sem fjöll skyggja ekki á. Íbúar höfuðborgarsvæðisins þyrftu þó annað hvort að leggja land undir fót eða stíga upp í flugvél því yfir Reykjavík þyrfti að vera í um 2.000 metra hæð til að sjá myrkvann, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Almanaks Háskóla Íslands.
Myrkvinn er í norðausturátt og sól er afar lágt á lofti þegar hann verður. Því þarf að finna staði þar sem fjöll skyggja ekki á. Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu farið suður með sjó, upp á Esju, austur fyrir fjall, til dæmis til Selfoss svo dæmi séu nefnd.
Sólmyrkvinn í nótt er svonefndur hringmyrkvi sem verður þegar tungl er fjarri jörðu og nær ekki að skyggja að fullu á sólina. Tunglið byrjar að skyggja á sólina upp úr klukkan 3 og hringmyrkvi verður eina til tvær mínútur yfir fjögur. Deildarmyrkva lýkur síðan um klukkan 5.
Fjöldi erlendra áhugamanna um sólmyrkva hefur komið til landsins að sjá fyrirbærið en sem fyrr segir er hætt við að skýjafar gæti valdið þeim vonbrigðum. Fari svo að myrkvinn sjáist einhvers staðar af landinu eru áhorfendur varaðir við að horfa beint í sólina jafnvel með sólgleraugum. Nota þarf mjög dökk gler eins og rafsuðugleraugu eða bregða pappírsblaði fyrir.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Þó er ekki öll nótt úti og fari svo að létti til má benda á að sjá má til myrkvans um norðan- og austanvert landið og víða Sunnan- og Vestanlands þar sem fjöll skyggja ekki á. Íbúar höfuðborgarsvæðisins þyrftu þó annað hvort að leggja land undir fót eða stíga upp í flugvél því yfir Reykjavík þyrfti að vera í um 2.000 metra hæð til að sjá myrkvann, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Almanaks Háskóla Íslands.
Myrkvinn er í norðausturátt og sól er afar lágt á lofti þegar hann verður. Því þarf að finna staði þar sem fjöll skyggja ekki á. Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu farið suður með sjó, upp á Esju, austur fyrir fjall, til dæmis til Selfoss svo dæmi séu nefnd.
Sólmyrkvinn í nótt er svonefndur hringmyrkvi sem verður þegar tungl er fjarri jörðu og nær ekki að skyggja að fullu á sólina. Tunglið byrjar að skyggja á sólina upp úr klukkan 3 og hringmyrkvi verður eina til tvær mínútur yfir fjögur. Deildarmyrkva lýkur síðan um klukkan 5.
Fjöldi erlendra áhugamanna um sólmyrkva hefur komið til landsins að sjá fyrirbærið en sem fyrr segir er hætt við að skýjafar gæti valdið þeim vonbrigðum. Fari svo að myrkvinn sjáist einhvers staðar af landinu eru áhorfendur varaðir við að horfa beint í sólina jafnvel með sólgleraugum. Nota þarf mjög dökk gler eins og rafsuðugleraugu eða bregða pappírsblaði fyrir.
Ríkisútvarpið greindi frá.