Heilbrigðisstarfsfólk flyst til Reykjanesbæjar
Hjónin Auður Harðardóttir og Sigurður Þór Sigurðarson fluttust til Reykjanesbæjar fyrir ári frá Bandaríkjunum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nældi í þau frá Vesturheimi enda eru þau frábær starfskostur fyrir HSS. Auður, sem er að klára doktorsnám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði, starfar við heilbrigðismál, tölfræði og gæðamál og Sigurður Þór sem er lungnalæknir er yfirlæknir á lyfjasviði. Börn þeirra eru Rakel, Sigurður Helgi og Andrea Ósk. Rakel er að klára stúdentinn meðan þau Sigurður Helgi og Andrea Ósk eru í grunnskóla. Víkurfréttir tóku hús á þessum nýju bæjarbúum sem ljá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja krafta sína.
Þeim Auði og Sigurði líkar báðum vel við að starfa hjá HSS. „Allt starfsfólkið er metnaðarfullt og vill gera sitt besta til að þjónusta sjúklingana. Þar sem þetta er mun minni vinnustaður en ég starfaði á í Bandaríkjunum skapast mikil nálægð við sjúklingana sem er bara af hinu góða,“ sagði Sigurður Þór og Auður tók undir með honum. „Andinn er virkilega góður innan HSS allir vinna saman að því að gera sjúkrahúsið að góðum vinnustað til að sjúklingarnir fái góða þjónustu.“
Gott skipulag á skólastarfi og barnvænt umhverfi
Aðspurð um hvað helst olli flutningum þeirra frá Bandaríkjunum, eftir 7 ára búsetu þar ytra og koma til Reykjanesbæjar, svaraði Auður: „Okkur var báðum boðið starf hjá HSS en upphaflega vorum við að skoða okkur um í Hafnarfirði. Börnin voru kveikja þess að við ákváðum að koma hingað þar sem skipulag á öllu skólastarfi er til fyrirmyndar og bærinn mjög barnvænn. Hér er einsetinn skóli, börnin geta klárað heimavinnuna í skólanum með aðstoð kennara og boðið er upp á frístundarskóla." Sigurður Þór bætti við: „Við vissum lítið um bæinn fyrst, ég kom því hingað og ferðaðist aðeins um. Mér leist mjög vel á bæinn, hann er fallegur og snyrtilegur." Auður fór hinsvegar aðra leið við að kynna sér bæinn: „Ég skoðaði mig aðallega um á netinu og las Víkurfréttir á hverjum degi."
„Vinir okkar og ættingjar hafa haft orð á því hversu fallegt það er hér í Reykjanesbæ. En umhverfið skiptir auðvitað miklu máli, þegar kom að því að velja stað til að flytjast til," sagði Auður um umhverfið í Reykjanesbæ.
Rólegt og yfirvegað umhverfi
„Okkur hefur gengið vel að aðlagast hér og vitum nú hvar allt er. Það er ekki á döfinni að flytja í burtu. Sérstaklega ekki þar sem börnunum hefur gengið vel. Bærinn minnir mig að einhverju leiti á Hafnarfjörð þegar ég var að alast þar upp. Hér er allt svo rólegt og yfirvegað. Nú er allt svo stórt í sniðunum á höfuðborgarsvæðinu. Hér er minni umferð og við erum öruggari með börnin. Hér er stutt í alla þjónustu og vinnuna," sagði Sigurður Þór um hvernig hefði gengið að aðlagast Reykjanesbæ eftir að hafa búið erlendis svo lengi.
„Það eina sem börnin kvarta undan er agaleysi í skólunum, þau sakna þessa aðhalds sem haldið er uppi í Bandaríkjunum," sagði Auður og Sigurður bætti við að sonurinn hefði líka spurt sig síðasta sumar, þegar sérlega vel viðraði, hvenær sumarið byrjaði. En þau sakna þess að það sé ekki sól og hiti upp á hvern dag.
Bið eftir tónlistarnámi
„Okkur finnst ókostur að það skuli vera tveggja ára bið með að komast inn í Tónlistarskólann en yngri börnin hafa mikinn áhuga á að læra á gítar og trommur, eina sem hægt er að komast strax í eru málmblásturshljóðfæri eins og kornett og horn, klarinett, blokkflauta, harmonikka og selló," sagði Auður.
Kostirnir við að búa hér að þeirra sögn yfirvinna margfalt gallana. „Svo er gaman að fylgjast öllum atburðunum sem haldið er upp á hér, þá sér í lagi Ljósanóttina en þá sameinaðist öll fjölskyldan okkar hér og hefur gaman að." sagði Sigurður Þór, „Eins finnst okkur frábært að sjá öll jólaljósin í bæjarfélaginu og þótt ótrúlegt megi virðast er meira skreytt hér en úti í Bandaríkjunum! Áramótin skemma ekki fyrir heldur en okkur grunar að það sé skotið meira upp hér en við áttum að venjast í höfuðborginni," sögðu þau Auður og Sigurður Þór að endingu.
Þeim Auði og Sigurði líkar báðum vel við að starfa hjá HSS. „Allt starfsfólkið er metnaðarfullt og vill gera sitt besta til að þjónusta sjúklingana. Þar sem þetta er mun minni vinnustaður en ég starfaði á í Bandaríkjunum skapast mikil nálægð við sjúklingana sem er bara af hinu góða,“ sagði Sigurður Þór og Auður tók undir með honum. „Andinn er virkilega góður innan HSS allir vinna saman að því að gera sjúkrahúsið að góðum vinnustað til að sjúklingarnir fái góða þjónustu.“
Gott skipulag á skólastarfi og barnvænt umhverfi
Aðspurð um hvað helst olli flutningum þeirra frá Bandaríkjunum, eftir 7 ára búsetu þar ytra og koma til Reykjanesbæjar, svaraði Auður: „Okkur var báðum boðið starf hjá HSS en upphaflega vorum við að skoða okkur um í Hafnarfirði. Börnin voru kveikja þess að við ákváðum að koma hingað þar sem skipulag á öllu skólastarfi er til fyrirmyndar og bærinn mjög barnvænn. Hér er einsetinn skóli, börnin geta klárað heimavinnuna í skólanum með aðstoð kennara og boðið er upp á frístundarskóla." Sigurður Þór bætti við: „Við vissum lítið um bæinn fyrst, ég kom því hingað og ferðaðist aðeins um. Mér leist mjög vel á bæinn, hann er fallegur og snyrtilegur." Auður fór hinsvegar aðra leið við að kynna sér bæinn: „Ég skoðaði mig aðallega um á netinu og las Víkurfréttir á hverjum degi."
„Vinir okkar og ættingjar hafa haft orð á því hversu fallegt það er hér í Reykjanesbæ. En umhverfið skiptir auðvitað miklu máli, þegar kom að því að velja stað til að flytjast til," sagði Auður um umhverfið í Reykjanesbæ.
Rólegt og yfirvegað umhverfi
„Okkur hefur gengið vel að aðlagast hér og vitum nú hvar allt er. Það er ekki á döfinni að flytja í burtu. Sérstaklega ekki þar sem börnunum hefur gengið vel. Bærinn minnir mig að einhverju leiti á Hafnarfjörð þegar ég var að alast þar upp. Hér er allt svo rólegt og yfirvegað. Nú er allt svo stórt í sniðunum á höfuðborgarsvæðinu. Hér er minni umferð og við erum öruggari með börnin. Hér er stutt í alla þjónustu og vinnuna," sagði Sigurður Þór um hvernig hefði gengið að aðlagast Reykjanesbæ eftir að hafa búið erlendis svo lengi.
„Það eina sem börnin kvarta undan er agaleysi í skólunum, þau sakna þessa aðhalds sem haldið er uppi í Bandaríkjunum," sagði Auður og Sigurður bætti við að sonurinn hefði líka spurt sig síðasta sumar, þegar sérlega vel viðraði, hvenær sumarið byrjaði. En þau sakna þess að það sé ekki sól og hiti upp á hvern dag.
Bið eftir tónlistarnámi
„Okkur finnst ókostur að það skuli vera tveggja ára bið með að komast inn í Tónlistarskólann en yngri börnin hafa mikinn áhuga á að læra á gítar og trommur, eina sem hægt er að komast strax í eru málmblásturshljóðfæri eins og kornett og horn, klarinett, blokkflauta, harmonikka og selló," sagði Auður.
Kostirnir við að búa hér að þeirra sögn yfirvinna margfalt gallana. „Svo er gaman að fylgjast öllum atburðunum sem haldið er upp á hér, þá sér í lagi Ljósanóttina en þá sameinaðist öll fjölskyldan okkar hér og hefur gaman að." sagði Sigurður Þór, „Eins finnst okkur frábært að sjá öll jólaljósin í bæjarfélaginu og þótt ótrúlegt megi virðast er meira skreytt hér en úti í Bandaríkjunum! Áramótin skemma ekki fyrir heldur en okkur grunar að það sé skotið meira upp hér en við áttum að venjast í höfuðborginni," sögðu þau Auður og Sigurður Þór að endingu.