Hæpið að björgunaraðgerðir vegna Guðrúnar Gísladóttur KE svari kostnaði
Björgunaraðgerðir vegna Guðrúnar Gísladóttur KE hafa verið mikið til umfjöllunar og þá ekki síst vegna þess hve lengi hefur dregist að ná skipinu af hafsbotni. Nú benda fréttir til að hægt verði að koma skipinu á flot innan ekki svo langs tíma þrátt fyrir nýlegt óhapp. En hvað gerist þá? Samkvæmt heimildum Skipa.is eru mestar líkur á því að útlagður kostnaður vegna björgunarinnar og sá kostnaður, sem leggja þarf í til að gera skipið söluhæft, verði það hár að verulegt tap verði á öllu saman.
Guðrún Gísladóttir KE sökk í Nappstraumen í Lófót 19. júní í fyrra eftir að hafa steytt á skeri sem ekki var merkt á sjókort. Skipið var í eigu Festar ehf. í Grindavík en síðar var það selt til Íshúss Njarðvíkur sem staðið hefur að björgunaraðgerðunum. Að málinu kemur einnig fjárfestingarhópurinn GGKE 15 Group sem lagt hefur fram fé vegna aðgerðanna.
Samkvæmt fyrstu áætlunum átti að vera búið að bjarga skipinu fyrir áramót en síðar voru ný tímamörk miðuð við 1. maí. Fyrir skömmu hófust menn loks handa við að undirbúa lyftingu skipsins og samkvæmt síðustu fréttum er talið líklegt að skipið geti verið komið á flot eftir tæpar fjórar vikur. Þá er jafnframt talið að erfiðleikar eigenda skipsins hefjist fyrir alvöru.
Fyrst þegar farið var af stað með björgunaraðgerðir voru menn vongóðir um að hægt væri að bjarga vélbúnaði skipsins en fáir trúa því að það sé hægt í dag. Fordæmi eru fyrir því að hægt sé að bjarga aðalvélum sokinna skipa ef þau nást fljótlega upp. Þannig tókst að bjarga aðalvél norsks rannsóknaskips sem sökk fyrir nokkru. Það var gert með því hreinsa sjó úr sveifarhúsi og fleiri stöðum og síðan var vélin sett í gang. Engum dettur í hug að slíkt hið sama verði hægt að gera við aðalvél úr skipi sem legið hefur í bráðum 13 mánuði á hafsbotni. Þá hafa menn einnig horft til þess að vindukerfinu væri hægt að bjarga þar sem að það er lokað. Sérfræðingar telja sömuleiðis að ekki sé hægt að ganga að því vísu. Guðrún Gísladóttir KE liggur á 40 metra dýpi og þar er fjögurra kílóa þrýstingur en pakkdósir í vindukerfinu eru ekki gerðar fyrir svo mikinn þrýsting. Því verður að telja líklegt að sjór sé kominn í vindurnar. Ekki hjálpar það heldur til að sjór í Lófót er súrefnisríkur og því má búast við því að tæring sé meiri en þar sem sjór er súrefnissnauður.
Allur rafbúnaður í skipinu er fyrir löngu ónýtur. Hið sama á við um fiskileitartæki og fullkominn siglingar- og fjarskiptabúnað. Skipta verður um allar klæðingar, einangranir og innréttingar. Það eina, sem er nýtanlegt fyrir utan skrokkinn, eru Baader fiskvinnsluvélarnar en þær þarf að hreinsa og taka upp. Verðmæti fiskvinnsluvélanna vegur heldur ekki þungt í heildarpakkanum.
Svo sem að framan greinir gætu vandræði eigenda skipsins hafist fyrir alvöru þegar skipið kemur upp á yfirborðið. Það stafar af því að þá mun aukið súrefni komast í samband við seltuna og við það fer tæringarferlið af stað af fullum krafti. Komið hefur í ljós þegar málmhlutum er bjargað af hafsbotni að þá getur málmurinn haldið áfram að tærast jafnvel þótt búið sé að mála hlutina með þar til gerðum efnum sem koma eiga í veg fyrir að súrefni komist í snertingu við málminn. Takist eigendum skipsins að ráða bót á þeim vanda er spurningin sú hvað gert verður í framhaldinu.
Kostnaður við björgunaraðgerðirnar og viðgerð á skrokk skipsins og við að rífa allt innan úr því og verja það fyrir tæringu gæti verið það hár að nýr skrokkur væri ódýrari lausn. Helsti vélbúnaður og spilbúnaður í skip eins og Guðrúnu Gísladóttur KE kostar ekki undir hálfum milljarði króna. Þá er ýmislegt ótalið s.s. nýtt raf- og frystikerfi, nýjar klæðingar, einangranir og innréttingar sem og siglingar-, fiskileitar- og fjarskiptatæki. Að teknu tilliti til björgunarkostnaðar og þessa er ljóst að skipið tilbúið til veiða kostar ekki undir einum milljarði króna og sennilegast má bæta a.m.k. 20% við þá upphæð.
Nú er hægt að fá ný sambærileg skip með öllum búnaði fyrir um 1,6 til 1,8 milljarða króna og hægt er að fá notuð skip fyrir mun lægri upphæð en ,,uppgerð" Guðrún Gísladóttir KE mun kosta. Lítil eftirspurn er eftir uppsjávarveiðiskipum um þessar mundir og stafar það m.a. af því Norðmenn hafa verið mjög duglegir við að endurnýja flota sinn og á Bretlandseyjum verða menn að úrelda á móti nýjum skipum. Komi ný skip inn í flotann verður að úrelda eldri skip með ákveðnum fjölda af rúmmetrum og hestöflum í staðinn. Vandinn er sá að flest bresku uppsjávarskipanna eru með mun stærri aðalvélar en þau höfðu heimild fyrir og það flækir endurnýjunarmálin. Lítil eftirspurn er því eftir skipum eins og Guðrúnu Gísladóttur KE nú um stundir.
Skoða fréttavefinn Skip.is
Guðrún Gísladóttir KE sökk í Nappstraumen í Lófót 19. júní í fyrra eftir að hafa steytt á skeri sem ekki var merkt á sjókort. Skipið var í eigu Festar ehf. í Grindavík en síðar var það selt til Íshúss Njarðvíkur sem staðið hefur að björgunaraðgerðunum. Að málinu kemur einnig fjárfestingarhópurinn GGKE 15 Group sem lagt hefur fram fé vegna aðgerðanna.
Samkvæmt fyrstu áætlunum átti að vera búið að bjarga skipinu fyrir áramót en síðar voru ný tímamörk miðuð við 1. maí. Fyrir skömmu hófust menn loks handa við að undirbúa lyftingu skipsins og samkvæmt síðustu fréttum er talið líklegt að skipið geti verið komið á flot eftir tæpar fjórar vikur. Þá er jafnframt talið að erfiðleikar eigenda skipsins hefjist fyrir alvöru.
Fyrst þegar farið var af stað með björgunaraðgerðir voru menn vongóðir um að hægt væri að bjarga vélbúnaði skipsins en fáir trúa því að það sé hægt í dag. Fordæmi eru fyrir því að hægt sé að bjarga aðalvélum sokinna skipa ef þau nást fljótlega upp. Þannig tókst að bjarga aðalvél norsks rannsóknaskips sem sökk fyrir nokkru. Það var gert með því hreinsa sjó úr sveifarhúsi og fleiri stöðum og síðan var vélin sett í gang. Engum dettur í hug að slíkt hið sama verði hægt að gera við aðalvél úr skipi sem legið hefur í bráðum 13 mánuði á hafsbotni. Þá hafa menn einnig horft til þess að vindukerfinu væri hægt að bjarga þar sem að það er lokað. Sérfræðingar telja sömuleiðis að ekki sé hægt að ganga að því vísu. Guðrún Gísladóttir KE liggur á 40 metra dýpi og þar er fjögurra kílóa þrýstingur en pakkdósir í vindukerfinu eru ekki gerðar fyrir svo mikinn þrýsting. Því verður að telja líklegt að sjór sé kominn í vindurnar. Ekki hjálpar það heldur til að sjór í Lófót er súrefnisríkur og því má búast við því að tæring sé meiri en þar sem sjór er súrefnissnauður.
Allur rafbúnaður í skipinu er fyrir löngu ónýtur. Hið sama á við um fiskileitartæki og fullkominn siglingar- og fjarskiptabúnað. Skipta verður um allar klæðingar, einangranir og innréttingar. Það eina, sem er nýtanlegt fyrir utan skrokkinn, eru Baader fiskvinnsluvélarnar en þær þarf að hreinsa og taka upp. Verðmæti fiskvinnsluvélanna vegur heldur ekki þungt í heildarpakkanum.
Svo sem að framan greinir gætu vandræði eigenda skipsins hafist fyrir alvöru þegar skipið kemur upp á yfirborðið. Það stafar af því að þá mun aukið súrefni komast í samband við seltuna og við það fer tæringarferlið af stað af fullum krafti. Komið hefur í ljós þegar málmhlutum er bjargað af hafsbotni að þá getur málmurinn haldið áfram að tærast jafnvel þótt búið sé að mála hlutina með þar til gerðum efnum sem koma eiga í veg fyrir að súrefni komist í snertingu við málminn. Takist eigendum skipsins að ráða bót á þeim vanda er spurningin sú hvað gert verður í framhaldinu.
Kostnaður við björgunaraðgerðirnar og viðgerð á skrokk skipsins og við að rífa allt innan úr því og verja það fyrir tæringu gæti verið það hár að nýr skrokkur væri ódýrari lausn. Helsti vélbúnaður og spilbúnaður í skip eins og Guðrúnu Gísladóttur KE kostar ekki undir hálfum milljarði króna. Þá er ýmislegt ótalið s.s. nýtt raf- og frystikerfi, nýjar klæðingar, einangranir og innréttingar sem og siglingar-, fiskileitar- og fjarskiptatæki. Að teknu tilliti til björgunarkostnaðar og þessa er ljóst að skipið tilbúið til veiða kostar ekki undir einum milljarði króna og sennilegast má bæta a.m.k. 20% við þá upphæð.
Nú er hægt að fá ný sambærileg skip með öllum búnaði fyrir um 1,6 til 1,8 milljarða króna og hægt er að fá notuð skip fyrir mun lægri upphæð en ,,uppgerð" Guðrún Gísladóttir KE mun kosta. Lítil eftirspurn er eftir uppsjávarveiðiskipum um þessar mundir og stafar það m.a. af því Norðmenn hafa verið mjög duglegir við að endurnýja flota sinn og á Bretlandseyjum verða menn að úrelda á móti nýjum skipum. Komi ný skip inn í flotann verður að úrelda eldri skip með ákveðnum fjölda af rúmmetrum og hestöflum í staðinn. Vandinn er sá að flest bresku uppsjávarskipanna eru með mun stærri aðalvélar en þau höfðu heimild fyrir og það flækir endurnýjunarmálin. Lítil eftirspurn er því eftir skipum eins og Guðrúnu Gísladóttur KE nú um stundir.
Skoða fréttavefinn Skip.is