Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góður árangur hefur náðst í heislueflingarverkefni
Fimmtudagur 25. janúar 2018 kl. 10:50

Góður árangur hefur náðst í heislueflingarverkefni

Niðurstöður athugana á þátttakendum í heilsueflingarverkefni Dr. Janusar Guðlaussonar fyrir íbúa 65 ára og eldri sýna það að frá upphafi að góður árangur hafi nást í verkefninu.
Verkefnið „Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ hófst um miðjan maí 2017. Haldin var kynningarfundur og íbúum í þessum aldurshópi boðin þátttakan. Rúmlega 120 manns voru í fyrsta hópnum en nú í janúar bættust rúmleg 100 nýir þátttakendur í hópinn.

Rannsóknir voru gerðar á þátttakendum í maí og nóvember og umtalsverð bæting er á ýmsum heilsufarsbreytum sem kannaðar voru. Breytingar á blóðgildum þátttakenda sem snúa að efnaskiptavillu eða áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma vekja mestu athyglina.
Starfsfólk HSS sá um mælinguna en Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er samstarfsaðili verkefnisins og í ljós kom að 34 einstaklingar voru í aukinni áhættu við upphaf mælinga og eru fjórtán einstaklingar af þeim 34 sem mældir voru lausir við þessa áhættu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gildin hafa færst til betri vegar í kjölfar æfinga og breytts lífsstíls. Hér er um 41% bætingu að ræða á milli mælinga í maí og nóvember. Flestir aðrir eru að færa sín gildi til betri vegar. Efnaskiptavilla lýsir ákveðnu líkamsástandi þar sem áhættan á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki 2 eykst nær áttfalt greinist þeir í þessu ástandi.

Dr. Janus segir að þessi breyting verði ekki til á nokkrum mánuðum og það þurfi að viðhalda árangrinum áfram með þjálfun og bættu mataræði. Þetta er uppsafnaður vandi í kjölfar kyrrsetu lífsstíls sem við erum að reyna að breyta. „Þetta er uppsafnaður vandi í kjölfar kyrrsetu lífsstíls sem við erum að reyna að breyta. Ekki má gleyma þeirri frábæru menningu sem á sér stað í Reykjaneshöll hjá hinum eldri sem hittast þar nær daglega og ganga.“

Af öðrum niðurstöðum má nefna að blóðþrýstingur hefur lækkað og eru neðri mörk hans nú orðin eðlileg hjá þátttakendum, 78,9 mmHg en voru í upphafi 83,3 mmHg. Sambærileg lækkun varð á efri mörkum, sem fór úr 151,1 í 143,9 mmHg. Jákvæð áhrif blóðþrýstingslyfja er oft ekki svona mikil og hreyfingin hefur hjá mörgum af þeim eldri sem þurfa að taka slík lyf inn, að sögn Janusar. Þá hefur hvíldarpúls lækkað sem og líkamsþyngdarstuðull. Vöðvaþol og liðleiki þátttakenda hefur einnig aukist umtalsvert. Til að mynda jókst handstyrkur þátttakenda úr 59,59 kg í 64,31. Þá má segja að afkastageta hjartans hafi aukist um 10% á þessum sex mánuðum ef miðað er við gönguvegalengd í sex mínútna gönguprófi. Það er einstaklega góður árangur, að sögn Janusar.