Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forstjóri HSS leitar til umboðsmanns Alþingis vegna heilbrigðisráðherra
Fimmtudagur 22. júní 2023 kl. 11:09

Forstjóri HSS leitar til umboðsmanns Alþingis vegna heilbrigðisráðherra

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir í aðsendri grein á vef Víkurfrétta að verulegur ágreiningur hafi verið milli sín og núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þórs Þórssonar, varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Markús hefur því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum sínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte.

„Þá hef ég einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart mér þegar ég sinnti starfsskyldum mínum sem felast í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS í greininni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024