Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin framleiðsla hjá United Silicon næstu daga
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn um klukkan 4 í nótt. VF-mynd/hilmarbragi
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 10:35

Engin framleiðsla hjá United Silicon næstu daga

- Lagfæringar eftir brunann munu daga nokkra daga

Lögregla rannsakar nú bruna sem kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt og þá logaði í trégólfum á efstu þremur hæðum verksmiðjunnar sem er á átta hæðum. Slökkvistarfi lauk um klukkan sjö í morgun. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að erfiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. Fyrst hafi þurft að notast við duft en svo var skipt yfir í vatn þegar rafmagn hafði verið tekið af svæðinu þar sem eldarnir loguðu.

Að sögn Kristleifs Andréssonar, stjórnanda öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon urðu engin slys á fólki í eldsvoðanum. Framleiðsla mun liggja niðri í verksmiðjunni næstu daga á meðan lagfæringar fara fram eftir brunann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkvilið var síðast kallað að verksmiðjunni fyrir tveimur vikum síðan, þann 4. apríl, en þá slettist málmur á trébretti með þeim afleiðingum að í þeim kviknaði.

Tengd frétt: Eldar loguðu á þremur hæðum í kísilverinu - myndskeið