Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Elsa Albertsdóttir er Skyndihjálparmaður ársins
Elsa tekur við viðurkenningunni í dag. Skjáskot úr streymi frá 112-deginum.
Föstudagur 11. febrúar 2022 kl. 16:40

Elsa Albertsdóttir er Skyndihjálparmaður ársins

Elsa Albertsdóttir var í dag útnefnd Skyndihjálparmaður ársins í tilefni af 112-deginum sem er í dag. Það er Rauði krossinn sem stendur að valinu. Elsa var í viðtali í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í gærkvöldi. Elsa sýndi mögnuð viðbrögð þegar faðir hennar, Albert Eðvaldsson fór í hjartastopp.

„Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans er talin eiga stærsta þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún var tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi og í dag var tilkynnt að hún hafi hlotið nafnbótina.

„Ég byrjaði bara að hnoða á fullu, taldi upp í þrjátíu og reyndi að blása á milli en það gekk illa því pabbi var með munninn fastan saman. Svo benti konan í neyðarlínunni, sem var í símasambandi að það gæti verið gott að skiptast á að hnoða því það væri erfitt fyrir einn að gera það lengi. Ég sagði bara, nei, og hélt áfram og sagði afa að reyna blástur á milli hnoða en það var ekki að ganga.“

Hér má sjá Suðurnesjamagasín með viðtalinu við þau feðgin.