Drengir 95 fleiri en stúlkur í grunnskólum Reykjanesbæjar
Drengir á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ eru 95 fleiri en stúlkur. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands um nemendur og starfsfólk grunnskóla haustið 2001. Á Suðurnesjum eru 122 fleiri drengir á grunnskólaaldri en stúlkur. Fjöldi drengja í Reykjanesbæ umfram stúlkur vekur athygli.Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 44.121 í október 2001 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi.
Grunnskólanemum hefur fjölgað um 477 frá haustinu 2000 og er skýringin m.a. sú að stærri árgangar eru nú að hefja grunnskólanám en eru að ljúka grunnskóla. Einnig hafa fleiri flust til landsins en frá því undanfarin ár.
Nemendur á Suðurnesjum voru alls 2.802 talsins þar af eru 1.462 drengir og 1.340 stúlkur.
Allir grunnskólar á Suðurnesjum utan einn eru einsetnir en alls eru 92% grunnskóla á landinu einsetnir.
Fjöldi nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar:
Heiðarskóli 474 (238 drengir og 236 stúlkur)
Holtaskóli 441 (233 drengir og 208 stúlkur)
Myllubakkaskóli 389 (205 drengir og 184 stúlkur)
Njarðvíkurskóli 437 (242 drengir og 195 stúlkur)
Hlutfallsleg fjölgun kennara með kennsluréttindi er mest á Suðurnesjum eða 7,1% en þeim hefur fjölgað á landinu öllu nema á Vestfjörðum. Kennurum án kennsluréttinda hefur einnig fjölgað á öllum landsvæðum nema á Norðurlandi vestra. Enn er hlutfall kennara sem hafa kennsluréttindi hærra á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Alls störfuðu 237 kennarar við grunnskóla á Suðurnesjum árið 2001 og höfðu 165 eða 69,6% þeirra kennsluréttindi. Alls störfuðu 72 við kennslu án kennsluréttinda eða 30,4%.
Meðtaldir eru skólastjórar, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar og kennarar.
Að meðaltali yfir landið allt eru 79,8% starfsmenn í grunnskólum með kennararéttindi en 20,2% eru án þeirra.
Hlutfall kvenna við kennslu hefur hækkað líttillega og eru þær í miklum meirihluta eða 75,9% en karlmenn eru 24,1%. Á Suðurnesjum eru hlutföllin svipuð, konur eru alls 71,3% en karlar 28,7%. Af þeim sem hafa kennsluréttindi eru 22,8% karlar og 46,8% konur. Án kennsluréttinda eru karlar 5,9% og konur 24,5%.
Grunnskólanemum hefur fjölgað um 477 frá haustinu 2000 og er skýringin m.a. sú að stærri árgangar eru nú að hefja grunnskólanám en eru að ljúka grunnskóla. Einnig hafa fleiri flust til landsins en frá því undanfarin ár.
Nemendur á Suðurnesjum voru alls 2.802 talsins þar af eru 1.462 drengir og 1.340 stúlkur.
Allir grunnskólar á Suðurnesjum utan einn eru einsetnir en alls eru 92% grunnskóla á landinu einsetnir.
Fjöldi nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar:
Heiðarskóli 474 (238 drengir og 236 stúlkur)
Holtaskóli 441 (233 drengir og 208 stúlkur)
Myllubakkaskóli 389 (205 drengir og 184 stúlkur)
Njarðvíkurskóli 437 (242 drengir og 195 stúlkur)
Hlutfallsleg fjölgun kennara með kennsluréttindi er mest á Suðurnesjum eða 7,1% en þeim hefur fjölgað á landinu öllu nema á Vestfjörðum. Kennurum án kennsluréttinda hefur einnig fjölgað á öllum landsvæðum nema á Norðurlandi vestra. Enn er hlutfall kennara sem hafa kennsluréttindi hærra á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Alls störfuðu 237 kennarar við grunnskóla á Suðurnesjum árið 2001 og höfðu 165 eða 69,6% þeirra kennsluréttindi. Alls störfuðu 72 við kennslu án kennsluréttinda eða 30,4%.
Meðtaldir eru skólastjórar, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar og kennarar.
Að meðaltali yfir landið allt eru 79,8% starfsmenn í grunnskólum með kennararéttindi en 20,2% eru án þeirra.
Hlutfall kvenna við kennslu hefur hækkað líttillega og eru þær í miklum meirihluta eða 75,9% en karlmenn eru 24,1%. Á Suðurnesjum eru hlutföllin svipuð, konur eru alls 71,3% en karlar 28,7%. Af þeim sem hafa kennsluréttindi eru 22,8% karlar og 46,8% konur. Án kennsluréttinda eru karlar 5,9% og konur 24,5%.