Ævar bangsi eitt besta verkefni Kiwanis á heimsvísu
Kiwanisklúbburinn Keilir hefur gefið Ævar bangsa í sjúkrabíla á Suðurnesjum síðan 1994 og er þetta það verkefni sem auðkennir klúbbinn.
Árlega er haldin samkeppni á meðal kiwanisklúbba heimsins um besta auðkennisverkefnið. Síðastliðið sumar var Ævar bangsi sendur í samkeppnina og var þar á meðal 600 annarra verkefna, það er skemmst frá því að segja að Kiwanisklúbburinn Keilir varð í fjórða til sjötta sæti um besta verkefnið og var viðurkenning vegna þess afhent á heimsþingi Kiwanis og erum við félagar ákaflega stoltir af Ævari bangsa.
Í vikunni fóru þeir félagar Jóhannes Sigvaldason forseti Keilis og Ingólfur Ingibergsson formaður styrktarnefndar til Brunavarna Suðurnesja og afhentu þar 100 nýja bangsa að gjöf.
Á myndunum má sjá þá félaga og Ævar bangsa með viðurkenninguna.







