Bein útsending kl. 17:30 frá fundi um fjárveitingar ríkisins til Suðurnesja
Reykjanesbær hefur látið vinna úttekt á fjárveitingum ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum og hvernig þær hafa fylgt þeim mikla uppgangi sem verið hefur á svæðinu. Árleg fjölgun íbúa hefur verið langt umfram aðra landshluta sl. 3 ár.
Úttektin verður kynnt á opnum fundi í Bíósal DUUS húsa í Reykjanesbæ nú sídegis, fimmtudaginn 19. október, klukkan 17:30. Fundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta.