Aukin framlegð af rekstri SR Mjöls hf.
Hagnaður af rekstri SR MJöls hf. fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 551 milljón króna sem er tæp 24% af veltu félagins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 205 milljónum króna. Þessi breyting endurspeglar veruleg umskipti til hins betra í rekstri félagins. Tap eftir fjármagnsliði að teknu tilliti til hlutdeildarfélaga var 306 milljónir króna.
Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði nam 217 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var tap 119 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Tap af reglulegri starfsemi eftir fjármagnsliði nam 296 milljónum króna, en var á sama tíma í fyrra 151 milljón króna. Að teknu tilliti til áhrifa hlutdeildarfélaga er tap félagsins 306 milljónir króna. Skattaleg inneign sem myndaðist á tímabilinu er ekki færð til eignar í efnahagreikningi, en afkoma félagins hefði batnað um 100 milljónir króna ef það hefði verið gert.
Rekstartekjur námu 2.321 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnskostnaðar námu 1.770 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri var 450 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra 106 milljónir króna.
Meginhluti tapsins skýrist af lækkun á gengi krónunnar, en gjaldfært gengistap tímabilsins, að frádregnum gengishagnaði af verðbréfum, nemur 491 milljón króna. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru þó minni eða um 277 milljónum króna, en það er gengistap vegna langtímalána félagins að frádregnum gengishagnaði á verðbréfum í eigu félagins. Hinn hluti gengistapsins eða um 213 milljónir króna er vegna skammtímalána sem tekin eru til fjármögnunar á birgðum en verðmæti birgða og útistandandi útflutnings endurspeglar nokkurn vegin upphæð skammtímalána. Hækkun birgða vegna gengisbreytinganna kemur fram í hækkun á söluverðmæti framleiðslu og jafnar því nokkurn vegin út gengistap vegna skammtímalána.
Unnið hráefni fyrstu 6 mánuði ársins var um 172 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra 269 þúsund tonn. Samdrátturinn nemur um 98 þúsund tonnum. Hann er mestur í loðnu og síld. Vegna sjómannaverkfalls varð unnið magn loðnu minna en ella eða um 53 þúsund tonn minna en í fyrra. Samt sem áður er magnið um og yfir meðaltali síðustu vetrarvertíða. Síldveiðar úr norsk íslenska síldarstofninum brugðust að mestu, í fyrra voru brædd um 44 þúsund tonn en á þessu ári aðeins um 5 þúsund tonn. Samdráttur í kolmunna á sama tíma var um 10 þúsund tonn.
Fram til loka ágúst hafa bæst við um 75 þúsund tonn sem er 13 þúsund tonnum meira en í fyrra. Um 40 þúsund tonn er kolmunni, en afgangurinn loðna. Heildarmagn til loka ágústmánaðar er tæp 252 þúsund tonn, en á sama tímabili í fyrra 333 þúsund tonn.
Bókfært verðmæti birgða í krónum talið er sambærilegt og í fyrra. Í þessu uppgjöri eru birgðir metnar á kostnaðarverði en í fyrra voru þær metnar á markaðverði að frádregnum 5%. Þetta er í samræmi við góða reikningskilavenju þar sem markaðverð birgða er nú yfir framleiðslukostnaðarverði. Áætlaður munur á markaðsverði birgða og bókfærðu verði þeirra er talin nema um 100 milljónum króna. Í magni er aukning birgða minni en í fyrra vegna samdráttar í hráefni.
Vegna aðstæðna eru birgðir félagins ávallt umtalsverðar í lok 6 mánað uppgjöra. Mikil framleiðsla á sér stað í febrúar og mars og síðan í maí/ júni ef Norsk Íslenska síldin gefur sig, en kaupendur taka við afurðunum síðar á árinu þegar notkun þeirra nálgast hámark en það er þegar líðar tekur á haustið.
Verð á mjöli og lýsi hefur styrkst en þó hefur hækkun á lýsi verið meiri. Félagið hefur ekki notað lýsi til brennslu í verksmiðjum félagins að undanförnu vegna hækkandi verðs en hins vegar farið út í innflutning á jurtaolíum í þeim tilgangi. Hátt olíuverð hefur haldist og hefur það mikil áhrif á afkomu félagsins. Verð á gasolíu til skipa hér á landi í samanburði við verð í Færeyjum og öðrum nágrannalöndum hefur orðið til þess að viðskipti með hráefni hafa farið úr landi og framlegð þannig orðið minni en ef verð á olíu til skipa væri hliðstætt hér á landi og erlendis.
Eigið fé félagins er nú 2.818 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 39,4%. Megnið af fjárfestingum þessa árs voru fjármagnað að mestu með útgáfu hlutafjár á yfirverði. Þar munar mestu um kaup í Valtý Þorsteinssyni hf á Akureyri og Huginn ehf í Vestmannaeyjum.
Heildarskuldir félagsins að frádregnum veltufjármunum nema nú um 2.298 milljónum króna en námu 1.766 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Meginskýring á hækkun skulda eru breytingar á gengi krónunnar. Langtímalán félagsins hafa hins vegar lækkað í erlendri mynt enda hafa ekki verið tekin ný langtímalán frá því að síðasta uppgjör var gert, en þau greidd niður í samræmi við gildandi lánasamninga. Veltufjármunir félagsins í lok tímbilsins námu 2.030 milljónum en voru 2.056 á sama tíma í fyrra.
Í júní mánuði var gengið frá viljayfirlýsingu um kaup á 65,5% hlut í Garðari Guðmundssyni hf., en það félag á og rekur Guðmund Ólaf ÓF-91. Kaupverð eignarhlutans nemur 715 millj. kr. og er það greitt með afhendingu á Sveini Benediktssyni SU-77 og útgáfu skuldabréfa. Í samningum við núverandi hluthafa Garðars Guðmundssonar hf. eru ákvæði um að SR-mjöl hf. skuldbindi sig til að kaupa hlut þeirra í áföngum, verði þess óskað. Viðmiðunarverð er bundið við USD og Evru. Kaupin og yfirtaka skipsins koma til framkvæmda eftir júnílok og eru því ekki færð í árshlutareikninginn.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði nam 217 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var tap 119 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Tap af reglulegri starfsemi eftir fjármagnsliði nam 296 milljónum króna, en var á sama tíma í fyrra 151 milljón króna. Að teknu tilliti til áhrifa hlutdeildarfélaga er tap félagsins 306 milljónir króna. Skattaleg inneign sem myndaðist á tímabilinu er ekki færð til eignar í efnahagreikningi, en afkoma félagins hefði batnað um 100 milljónir króna ef það hefði verið gert.
Rekstartekjur námu 2.321 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnskostnaðar námu 1.770 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri var 450 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra 106 milljónir króna.
Meginhluti tapsins skýrist af lækkun á gengi krónunnar, en gjaldfært gengistap tímabilsins, að frádregnum gengishagnaði af verðbréfum, nemur 491 milljón króna. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru þó minni eða um 277 milljónum króna, en það er gengistap vegna langtímalána félagins að frádregnum gengishagnaði á verðbréfum í eigu félagins. Hinn hluti gengistapsins eða um 213 milljónir króna er vegna skammtímalána sem tekin eru til fjármögnunar á birgðum en verðmæti birgða og útistandandi útflutnings endurspeglar nokkurn vegin upphæð skammtímalána. Hækkun birgða vegna gengisbreytinganna kemur fram í hækkun á söluverðmæti framleiðslu og jafnar því nokkurn vegin út gengistap vegna skammtímalána.
Unnið hráefni fyrstu 6 mánuði ársins var um 172 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra 269 þúsund tonn. Samdrátturinn nemur um 98 þúsund tonnum. Hann er mestur í loðnu og síld. Vegna sjómannaverkfalls varð unnið magn loðnu minna en ella eða um 53 þúsund tonn minna en í fyrra. Samt sem áður er magnið um og yfir meðaltali síðustu vetrarvertíða. Síldveiðar úr norsk íslenska síldarstofninum brugðust að mestu, í fyrra voru brædd um 44 þúsund tonn en á þessu ári aðeins um 5 þúsund tonn. Samdráttur í kolmunna á sama tíma var um 10 þúsund tonn.
Fram til loka ágúst hafa bæst við um 75 þúsund tonn sem er 13 þúsund tonnum meira en í fyrra. Um 40 þúsund tonn er kolmunni, en afgangurinn loðna. Heildarmagn til loka ágústmánaðar er tæp 252 þúsund tonn, en á sama tímabili í fyrra 333 þúsund tonn.
Bókfært verðmæti birgða í krónum talið er sambærilegt og í fyrra. Í þessu uppgjöri eru birgðir metnar á kostnaðarverði en í fyrra voru þær metnar á markaðverði að frádregnum 5%. Þetta er í samræmi við góða reikningskilavenju þar sem markaðverð birgða er nú yfir framleiðslukostnaðarverði. Áætlaður munur á markaðsverði birgða og bókfærðu verði þeirra er talin nema um 100 milljónum króna. Í magni er aukning birgða minni en í fyrra vegna samdráttar í hráefni.
Vegna aðstæðna eru birgðir félagins ávallt umtalsverðar í lok 6 mánað uppgjöra. Mikil framleiðsla á sér stað í febrúar og mars og síðan í maí/ júni ef Norsk Íslenska síldin gefur sig, en kaupendur taka við afurðunum síðar á árinu þegar notkun þeirra nálgast hámark en það er þegar líðar tekur á haustið.
Verð á mjöli og lýsi hefur styrkst en þó hefur hækkun á lýsi verið meiri. Félagið hefur ekki notað lýsi til brennslu í verksmiðjum félagins að undanförnu vegna hækkandi verðs en hins vegar farið út í innflutning á jurtaolíum í þeim tilgangi. Hátt olíuverð hefur haldist og hefur það mikil áhrif á afkomu félagsins. Verð á gasolíu til skipa hér á landi í samanburði við verð í Færeyjum og öðrum nágrannalöndum hefur orðið til þess að viðskipti með hráefni hafa farið úr landi og framlegð þannig orðið minni en ef verð á olíu til skipa væri hliðstætt hér á landi og erlendis.
Eigið fé félagins er nú 2.818 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 39,4%. Megnið af fjárfestingum þessa árs voru fjármagnað að mestu með útgáfu hlutafjár á yfirverði. Þar munar mestu um kaup í Valtý Þorsteinssyni hf á Akureyri og Huginn ehf í Vestmannaeyjum.
Heildarskuldir félagsins að frádregnum veltufjármunum nema nú um 2.298 milljónum króna en námu 1.766 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Meginskýring á hækkun skulda eru breytingar á gengi krónunnar. Langtímalán félagsins hafa hins vegar lækkað í erlendri mynt enda hafa ekki verið tekin ný langtímalán frá því að síðasta uppgjör var gert, en þau greidd niður í samræmi við gildandi lánasamninga. Veltufjármunir félagsins í lok tímbilsins námu 2.030 milljónum en voru 2.056 á sama tíma í fyrra.
Í júní mánuði var gengið frá viljayfirlýsingu um kaup á 65,5% hlut í Garðari Guðmundssyni hf., en það félag á og rekur Guðmund Ólaf ÓF-91. Kaupverð eignarhlutans nemur 715 millj. kr. og er það greitt með afhendingu á Sveini Benediktssyni SU-77 og útgáfu skuldabréfa. Í samningum við núverandi hluthafa Garðars Guðmundssonar hf. eru ákvæði um að SR-mjöl hf. skuldbindi sig til að kaupa hlut þeirra í áföngum, verði þess óskað. Viðmiðunarverð er bundið við USD og Evru. Kaupin og yfirtaka skipsins koma til framkvæmda eftir júnílok og eru því ekki færð í árshlutareikninginn.
Sjá nánar á InterSeafood.com.