Athugið dagsetningar vinninga í Jólalukku VF
Jólalukka Víkurfrétta minnir vinningshafa á að í nokkrum tilvikum þarf að sækja vinninga fyrir 6. janúar. Hafi vinningshafar ekki sótt sína vinninga eru þeir hvattir til að drífa sig í því.
Í Jólalukku VF 2022 voru 5600 vinningar, smærri sem stærri. Í lang flestum tilfellum er nóg að framvísa Jólalukkumiðanum til að sækja vinninginn.
Auk þess voru 56 útdráttarvinningar en dregið var úr miðum sem var skilað í Nettó verslanir í þrígang í desember.
Hér má sjá nöfn vinningshafa í þremur útdráttum.