ÁRSREIKNINGAR REYKJANESBÆJAR 1998:
Dugleysi meirihlutans og slæm skuldastaða-segir minnihluti bæjarstjórnar.„Vel farið með skattfé bæjarbúa“, segir meirihlutinn.Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir niðurstöðu ársreikninga bæjarfélagsins staðfesta dugleysi meirihlutans og fjárhagsstaðan sé slæm og fari versnandi. Meirihlutinn segir að skuldir hafi aukist en séu fyrst og fremst vegna framkvæmda í skólamálum en veltufjárhlutfall og hlutfall af skatttekjum til reksturs hafi batnað frá því á síðasta ári. „Eins og áður geta bæjarbúar fyllilega treyst því að vel farið með skattfé bæjarbúa“, segir meirihlutinn.Síðari umræða um ársreikninga var á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld. Minni- og meirihluti lögðu fram bókanir án umræðu en síðan voru reikningarnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.Hér að neðan eru bókanir minni- og meirihluta:Bókun minnihlutaÞessir reikningar sem nú eru til afgreiðslu staðfesta það sem við höfum oft haldið fram að fjárhagsstaða bæjarins er slæm og fer versnandi.Fram kemur í yfirliti fyrir lykiltölur að skuldir í árslok (án lífeyrisskuldbindinga) hafi verið 136% af skatttekjum, þ.e. 36% hærri en skatttekjur bæjarins, en þær voru 24% umfram skatttekjur árið áður. Þetta gerist þrátt fyrir að skatttekjur hafi hækkað milli áranna um 9,15%í tölum segir þetta að skuldir bæjarsjóðs eins, í árslok (án lífeyrisskuldbindinga) hafi verið kr. 204.000.,- á hvern íbúa en sambærileg tala var kr. 175.000,- árið áður.Þetta kemur okkur að vísu ekki á óvart, þetta er bein afleiðing af því að á síðasta ári fóru 82% af skatttekjum í rekstur, 20% í greiðslubyrði lána (nettó) og 27% af tekjum fóru í gjaldfærða og eignfærða fjárfestingu. Þar með var ljóst að fyrir hverja milljón sem kom inn var eytt einni milljón og tvö hundruð og níutíu þúsundum. Það sjá allir sem hafa einhvern rekstur eins og t.d. heimili að ef við eyðum 129 þúsund kr. fyrir hverjar 100 þúsund kr. sem inn koma, að þá stefnir í óefnið. Sérstaklega þegar þetta er gert i mörg ár í röð. Það hlýtur að leiða til þess að taka verður ný lán og skuldir hækka.Þessar niðurstöður staðfesta aðeins það sem við höfum sagt um dugleysi meirihlutans við að stjóran fjármálum bæjarins og því miður virðist lítil von vera um breytingu á næstunni.Bókun meirihlutaÁrsreikningar 1998 gefa glögga mynd af rekstri og stöðu bæjarsjóðs. Hlutfall af skatttekjum til reksturs eru 82% og batnar um 4% milli áranna 1997 og 1998. Veltufjárhlutfall er 1,09 en var 1,01 1997 og batnar því um 8 punkta. Launahækkanir urðu töluvert umfram áætlanir og skipta þær upphæðir tugum milljóna króna. Ljóst er að skuldir hafa aukist milli ára og er það samkvæmt áætlun. Fyrst og fremst er um framkvæmdir í skólamálum að ræða. Eins og áður geta bæjarbúar fyllilega treyst því að að vel hefur verið farið með skattfé þeirra og engu eitt í óráðsíu.