Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægja með skýrslu um sameiginleg atvinnusvæði á Suðurnesjum
Mánudagur 10. október 2011 kl. 12:10

Ánægja með skýrslu um sameiginleg atvinnusvæði á Suðurnesjum

Lögð voru fram drög að svæðisskipulagi Suðurnesja frá 2008-2024 á fundi Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum um helgina þar sem áhugaverðar tillögur um fjögur sameiginleg atvinnusvæði á Suðurnesjum sem hafa eigi ákveðna sérhæfingu voru kynnt. Hlaut stefnumótunin afar góðar viðtökur hjá fulltrúum sveitarfélaga sem voru viðstaddir fundinn. Með þessum tillögum er áætlað að efla þjónustu við ferðamenn og styðja við núverandi starfsemi. Drögin voru kynnt sem ein af megin forsendum þess að Suðurnesin verði áhugaverður búsetukostur og fjölbreytt atvinnutækifæri og vel launuð störf verði á svæðinu. Stefán Gunnar Thors hjá verkfræðistofunni VSÓ kynnti drög að svæðisskipulaginu.

Í kynningu Stefáns kom m.a. fram að svæðisskipulagið sé stefnumótun sem samvinnunefndin hefur komið sér saman um. Það sé ekki uppdráttur með nákvæmri staðsetningu eða útfærslu landnotkunar. Svæðisskipulagið tekur á sameiginlegum viðfangsefnum og framsetningin á að vera þannig að stefna, ákvarðanir og aðgerðir séu skýrar. Svæðisskipulagið sé ekki nóg að samþykkja heldur þarf að vinna samkvæmt því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi svæði eru:
Ásbrú norður
Ásbrú og gangurinn
Keilisnes
Reykjanes


Atvinnusvæðin sem kynnt voru á fundinum

Stofna þarf félag sem hafi umsjón með atvinnusvæðum. Tryggja þarf einnig að allir aðilar hafi hagsmuni af uppbyggingu svæðanna. Einnig þarf að ákveða skiptingu tekna og kostnaðar. Fram kom að tryggja þyrfti að nauðsynlegir innviðir væru til staðar fyrir atvinnusvæðin og að huga þurfi að fyrirkomulagi raforkuflutninga að Ásbrú norður (A) og Keilisnesi (C) og fráveitu fyrir Ásbrúarsvæðin A og B.


Árni Sigfússon varpaði fram þeirri spurningu hvernig halda ætti utan um þessi atvinnusvæði. Stofna þyrfti sameiginlegan fasteignagjaldagrunn að hans mati og nefndi hann sem dæmi samstarf Garðs og Reykjanesbæjar varðandi Álverið í Helguvík. Árni spurði hvernig félag skyldi stofnað og hvernig skildi skipta tekjum. Fleiri veltu því fyrir sér og hvort skipta ætti þessum þáttum eftir landsvæði tiltekins sveitarfélags eða eftir íbúafjölda.

Einar Jón Pálsson bæjarfulltrúi í Garðinum sagði að horfa þyrfti til framtíðar og ekki halda í sama gamla hrepparíginn, auka þyrfti samstarf.

Kristinn Jakobsson bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar sagði að það yrði stórslys að byggja upp atvinnustarfsemi á Keilisnesi því þar væri eitt fallegasta byggingarland í Evrópu.

Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði sagði að svæðisskipulagi fylgi gjöld og sé spurning hvort jafn mikill áhugi sé um að skipta gjöldunum eins og tekjunum.

Miklar auðlindir á Suðurnesjum




Einnig var fjallað um auðlindir á svæðinu sem eru fjölmargar. Þar á meðal er vatnsauðlindin sem er afar mikilvæg og viðkvæm og tryggja þarf aðgengi og gæði neysluvatns.

Mjög stór hluti Suðurnesja nýtur einhvers konar náttúruverndar. Vegna legu sinnar, nýtingar auðlinda, og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja eru Suðurnes því tilvalið svæði fyrir jarðvang. Löng strandlengja á Suðurnesjum var einnig talin upp sem mikilvæg auðlind.

Helstu aðgerðir í nýtingu auðlinda voru sagðar þær að sveitarfélögin munu hafa framkvæði að stefnumótun auðlindanýtingar í samráði við hagmunaaðila. Útfærsla orkuvinnslu og –nýtingar verður í aðalskipulagi sveitarfélaga. Nýta skal alla strauma sem falla til vegna orkuvinnslu. Móta verði sameiginlega sýn sveitarfélaga á eðli jarðvangs og að náttúran verði gerð aðgengileg.

Menntunarmál voru rædd og þar kom fram að auka þurfi menntunarstig á Suðurnesjum og tengja menntun betur við atvinnlulíf og rannsóknir.

Veitukerfin voru rædd og er gert ráð fyrir því að nýta núverandi flutningaleiðir raforku (Suðurnesjalínur, Reykjaneslínur og Svartsengislínur). Lestasamgöngur gætu hugsanlega orðið til milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðsins en það muni allt velta á ferðamönnum og auknum umsvifum á flugvellinum og að hann hafi landrými til að þróast. Sameiginleg atvinnusvæði munu ná inn á flugvallarsvæðið og mögulega koma nýjar flugbrautir og Innanlandsflug færist til Keflavíkurflugvallar.

Útskipunarhöfn skal verða í Helguvík og fiskihafnir í Grindavík og Sandgerði og ekki gert ráð fyrir nýjum höfnum.

Annars voru þeir sem tóku til máls ánægðir með skipulagsdrögin og talað var um að nú þyrfti að klára þetta ferli í einn skipti fyrir öll.