AlmaDís ráðin safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar
AlmaDís Kristinsdóttir tekur við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar þann 1. maí n.k. Viðfangsefni safnsins er að rannsaka, varðveita og miðla verkum Einars Jónssonar myndhöggvara og þeim menningararfi sem tengist lífi hans og list.
Safnið er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti og samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, íbúð listamannsins í turni hússins og höggmyndagarði með 26 afsteypum af verkum hans. Listasafnið er hið fyrsta sem opnað var almenningi hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu þess.
AlmaDís er Keflvíkingur og lauk doktorsprófi í safnafræði frá Háskóla Íslands 2019. Hún er með mastersgráðu í menntunarfræðum og BFA próf í hönnun frá Massachussetts College of Art í Boston. AlmaDís starfar sem verkefnastjóri safnfræðslu hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og sinnir kennslu í deild Félags-, mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún var áður forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri við Listasafn Reykjavíkur um árabil, vann einnig við Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colorado í Bandaríkjunum.
Víkurfréttir ræddu nýlega við ÖlmuDís. Hér er viðtalið við hana.