Það eru lífsgæði að fá fullan svefn
Ólafur Grétar Gunnarsson, verkefnisstjóri Reykjanesbær á réttu róli, fjallar hér að neðan um svefn og svefnvenjur en það er nauðsynlegt fyrir skólafólk að hvílast vel til að geta haldið fullri einbeitingu yfir daginn.
Börnin okkar hafa hafið nám sitt að nýju eftir sumarleyfi. Það er því að mörgu að hyggja varðandi þau. Samkvæmt rannsóknum fá íslensk börn minni svefn en börn í nágrannalöndum okkar. Það er mikið áhyggjuefni. Svefn er forsenda heilbrigði á sama hátt og vatn, loft og næring. Mikilvægi hans kemur greininlega í ljós við svefnskort.
Eftirfarandi eru ráðleggingar landlæknis, varðandi svefn ,,Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Of lítill svefn hefur slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einstaklingur sem hefur ekki fengið fullnægjandi svefn hugsar ekki skýrt.“ Þú getur lesið meira um svefn á landlaeknir.is ,,Svefninn veitir öllum sem þreyttir eru skjól“, sagði skáldið.
Við erum heppin í Reykjanesbæ að skólarnir okkar eru einsetnir því að börnin okkar vakna og fara í skólann öll á sama tíma. Einnig höfum við lög í landinu um útivistartíma barna sem meðal annars styðja það að börnin fái nægan svefn og gefur aðstandendum og forráðamönnum skýrar upplýsingar.
Eins og fram kemur hjá landlækni , ef svefnþörf er ekki sinnt þá eiga börnin erfitt með að einbeita sér í kennslustofunni og sýna bekkjarsystkinum sínum umburðarlyndi. Fyrstu tvær klukkustundirnar sem fjölskyldan kemur saman eftir amstur dagsins mætti sleppa símtölum og áhorfi á sjónvarp en þess í stað ræða upplifun dagsins. Hvað gladdi? Hvað fór miður? Því ekki að eiga kvöld og kvöld án sjónvarps! Í andlegu uppnámi og illa sofin er börnunum lífið erfitt og þurfa þau að harka af sér til að komast í gegnum daginn. Hafa ber í huga að nútíma tölvuleikir valda það mikill örvun að það tekur tvo til þrjá klukkutíma að komast í ró svo að hægt sé að ná svefni. Það er til mikils að vinna með því að taka ábyrgð á eigin heilsu og að allir fái sinn svefn. Líklegasta ástæðan fyrir því að börn á Íslandi fá ekki svefnþörf sinni fullnægt er sú að fullorðnir sinna ekki eigin svefnþörfum.
Það eru lífsgæði að fá fullan svefn og að vera vel hvíldur að morgni. Mikilvægt er fyrir foreldra að sinna sjálfum sér og eiga stundir saman í næði. Einnig heiti ég á foreldra að skapa möguleika þar sem þeir geta fengið stuðning í foreldrahlutverkinu. Það er t.d hægt með því að vera í nánu sambandi við aðra foreldra, lesa handbækur, hugsanlega stofna leshóp, sækja námskeið eða ráðgjöf. Ef eitt foreldri sér að mestu um umönnunina eða er einhleypt er áríðandi að það verði sér úti um stuðning. Að vera foreldri er gefandi en getur líka verið mjög erfitt. Ég bendi á áhrifaríka grein til aflestrar á heimasíðu www.foreldranam.saga.is/erfitt.htm
Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum, ungum sem öldnum, körlum og konum sem hafa hjálpað mér á margbreytilegan hátt þegar ég hef nálgast þá. Einnig öllum þeim fjölda fólks sem er að vinna hin ýmsu störf sem skipta svo miklu máli fyrir samfélag okkar.
Með vinsemd, Ólafur Grétar Gunnarsson
[email protected]
Börnin okkar hafa hafið nám sitt að nýju eftir sumarleyfi. Það er því að mörgu að hyggja varðandi þau. Samkvæmt rannsóknum fá íslensk börn minni svefn en börn í nágrannalöndum okkar. Það er mikið áhyggjuefni. Svefn er forsenda heilbrigði á sama hátt og vatn, loft og næring. Mikilvægi hans kemur greininlega í ljós við svefnskort.
Eftirfarandi eru ráðleggingar landlæknis, varðandi svefn ,,Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Of lítill svefn hefur slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einstaklingur sem hefur ekki fengið fullnægjandi svefn hugsar ekki skýrt.“ Þú getur lesið meira um svefn á landlaeknir.is ,,Svefninn veitir öllum sem þreyttir eru skjól“, sagði skáldið.
Við erum heppin í Reykjanesbæ að skólarnir okkar eru einsetnir því að börnin okkar vakna og fara í skólann öll á sama tíma. Einnig höfum við lög í landinu um útivistartíma barna sem meðal annars styðja það að börnin fái nægan svefn og gefur aðstandendum og forráðamönnum skýrar upplýsingar.
Eins og fram kemur hjá landlækni , ef svefnþörf er ekki sinnt þá eiga börnin erfitt með að einbeita sér í kennslustofunni og sýna bekkjarsystkinum sínum umburðarlyndi. Fyrstu tvær klukkustundirnar sem fjölskyldan kemur saman eftir amstur dagsins mætti sleppa símtölum og áhorfi á sjónvarp en þess í stað ræða upplifun dagsins. Hvað gladdi? Hvað fór miður? Því ekki að eiga kvöld og kvöld án sjónvarps! Í andlegu uppnámi og illa sofin er börnunum lífið erfitt og þurfa þau að harka af sér til að komast í gegnum daginn. Hafa ber í huga að nútíma tölvuleikir valda það mikill örvun að það tekur tvo til þrjá klukkutíma að komast í ró svo að hægt sé að ná svefni. Það er til mikils að vinna með því að taka ábyrgð á eigin heilsu og að allir fái sinn svefn. Líklegasta ástæðan fyrir því að börn á Íslandi fá ekki svefnþörf sinni fullnægt er sú að fullorðnir sinna ekki eigin svefnþörfum.
Það eru lífsgæði að fá fullan svefn og að vera vel hvíldur að morgni. Mikilvægt er fyrir foreldra að sinna sjálfum sér og eiga stundir saman í næði. Einnig heiti ég á foreldra að skapa möguleika þar sem þeir geta fengið stuðning í foreldrahlutverkinu. Það er t.d hægt með því að vera í nánu sambandi við aðra foreldra, lesa handbækur, hugsanlega stofna leshóp, sækja námskeið eða ráðgjöf. Ef eitt foreldri sér að mestu um umönnunina eða er einhleypt er áríðandi að það verði sér úti um stuðning. Að vera foreldri er gefandi en getur líka verið mjög erfitt. Ég bendi á áhrifaríka grein til aflestrar á heimasíðu www.foreldranam.saga.is/erfitt.htm
Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum, ungum sem öldnum, körlum og konum sem hafa hjálpað mér á margbreytilegan hátt þegar ég hef nálgast þá. Einnig öllum þeim fjölda fólks sem er að vinna hin ýmsu störf sem skipta svo miklu máli fyrir samfélag okkar.
Með vinsemd, Ólafur Grétar Gunnarsson
[email protected]