Yfirtökutilboð í Keflavíkurverktaka
Kaupþing hefur, fyrir hönd Eisch Holding S.A., gert hluthöfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu á genginu 4,6. Þetta samsvarar til hæsta verðs sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði. Tilboðið rennur út 1. nóvember.
Í yfirtökutilboðinu kemur fram að gert er ráð fyrir að Keflavíkurverktakar hf. muni starfa áfram á vettvangi alhliða verktakastarfsemi og ekki sé fyrirhugað að gera neinar breytingar á tilgangi félagsins. mbl.is greindi frá.
Í yfirtökutilboðinu kemur fram að gert er ráð fyrir að Keflavíkurverktakar hf. muni starfa áfram á vettvangi alhliða verktakastarfsemi og ekki sé fyrirhugað að gera neinar breytingar á tilgangi félagsins. mbl.is greindi frá.