Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Yfirmatreiðslumaður Bláa Lónsins sá besti
Mynd úr safni.
Mánudagur 30. september 2013 kl. 09:21

Yfirmatreiðslumaður Bláa Lónsins sá besti

Viktor Örn Andrésson matreiðslumaður ársins

Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, var í gær valinn matreiðslumaður ársins 2013 í keppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Viktor hlaut 250 þúsund krónur í verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna. Viktor var í hópi fimm matreiðslumanna sem komust áfram úr forkeppni sem fór fram síðastliðinn föstudag en þá matreiddi hver keppandi þriggja rétta matseðil fyrir átta manns.

Þeir fimm matreiðslumenn sem komust í úrslitakeppnina voru þeir Ari Þór Gunnarsson frá Fiskfélaginu, Gísli Matthías Auðunsson frá Slippnum í Vestmannaeyjum, Hafsteinn Ólafsson frá Grillinu á Hótel Sögu, Víðir Erlingsson frá Sjávargrillinu og Viktor Örn Andrésson frá Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024