Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

WOW air með 27% hlutdeild á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 7. október 2016 kl. 12:34

WOW air með 27% hlutdeild á Keflavíkurflugvelli

- Farþegafjöldi WOW air eykst um 165% í september

WOW air flutti 192.860 farþega til og frá landinu í september eða um 165% fleiri farþega en í september árið 2015. Þá var sætanýting WOW air 88% en var 87% í september á síðasta ári. Sætanýtingin helst svipuð þrátt fyrir 169% aukningu á sætaframboði í september.

Hlutdeild WOW air í heildarfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll var 27% og er það 12 prósentustiga hækkun á milli ára.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 1,17 milljón farþega en það er 117% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu mikil hlutdeild WOW air í umferð farþega um Keflavíkurflugvöll hefur aukist á einu ári en við erum meðal umsvifamestu flugfélaganna sem fljúga þaðan. Það er ljóst að við erum að ná að höfða til fólks með lágum verðum og spennandi áfangastöðum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air.

WOW air hóf áætlunarflug til San Francisco og Los Angeles í sumar og mun í nóvember bæta daglegum flugum til New York við ört stækkandi leiðarkerfi sitt. Næsta vor hefst einnig flug til Miami og flogið verður þangað allan ársins hring.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024