Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Vörur Alkemistans um borð í vélar Icelandair
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 09:19

Vörur Alkemistans um borð í vélar Icelandair


Alkemistinn ehf. hefur undanfarnar vikur unnið af krafti við að framleiða upp í sína fyrstu stóru pöntun sem fór til Icelandair. Tvær lífrænar vörur frá Alkemistanum verða til sölu hjá Saga Shop í flugvélum Icelandair og einnig í gegnum internetið á vefverslun þeirra www.sagashop.is.
Fyrsta varan er glæsilegt lífrænt húðkrem sem hefur verið búið til án þess að nota ilmkjarnaolíur eða eimaðar jurtir. Húðkremið er milt og fyrir viðkvæma húð og getur jafnvel verið notað á börn frá 6 vikna aldri. Húðkremið er auðgað með Shea smjöri og róandi Aloe Vera safa sem bæði þéttir og mýkir húðina, húðkremið er einnig hægt að nota á hendur og andlit.

Þessi vara er í boði í fyrsta sinn í 100 ml gulbrúnni glerflösku sem er innsigluð með lífrænum toppi. Varan er í augnablikinu eingöngu seld í Saga Shop.
Önnur varan frá Alkemistanum í boði um borð í flugvélum Icelandair er ilmlaus hágæða varasalvi sem inniheldur engar ilmkjarnaolíur. Það er því óhætt að nota hann jafnvel á börnum frá 8 vikna aldri. Varasalvinn bráðnar auðveldlega á vörunum, þær verða mýkri og eru verndaðar á áhrifaríkan hátt gegn þurrki. Varan er fáanleg í 10 ml gulbrúnni glerkrukku með svörtu loki.

Vörurnar verða í boði frá 1. október 2011 þegar ný útgáfa af Saga Shop bæklingnum kemur út hjá Icelandair.

Dan Coaten á og rekur Alkemistann sem er til húsa í gömlum skotfærageymslum á Ásbrú. Dan lærði phytotherapy, eða jurtalækningar, í heimalandi sínu, Bretlandi. Alkemistinn vinnur að framleiðslu á húðverndunarvörum. Starfsemin hjá Dan skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru það húðverndunarvörurnar, sem seldar eru undir vörumerkinu Alkemistinn, en alkemisti þýðir gullgerðarmaður. Undir merkinu Grasakver er svo boðið upp á jurtate. Frekari vörur eru í pípunum, svo sem jurtabragðefni og þurrkaðar jurtir til matargerðar. Sérstaða allra þessara vara liggur í því að þær eru allar lífrænt vottaðar og er hreinleiki varanna Dan mjög mikilvægur. Í dag geta Suðurnesjamenn nálgast vörur Alkemistans og Grasakvers í dansverslun Bryn Ballett Akademíunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024