Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 19. ágúst 1999 kl. 22:05

VÖRU- OG FYRIRTÆKJASÝNING Í REYKJANESBÆ

Vöru- og fyrirtækjasýning verður í göngugötunni í Kjarna í Reykjanesbæ nk. miðvikudag 25. ágúst. Ráðherrar og forráðamenn Framsóknarflokksins munu enda Suðurnesjayfirreið sína með heimsókn á sýninguna til að kynna sér atvinnulífið á svæðinu en sýningin verður öllum opin. Að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra MOA, Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar hafa þegar á þriðja tug fyrirtækja tilkynnt þátttöku í sýningunni en enn er tími fyrir fyrirtæki á svæðinu til að skrá sig á sýninguna. Fyrirtæki úr öllum greinum atvinnulífs hafa skráð sig til þátttöku, úr smáiðnaði, matvælaiðnaði, margmiðlun og þjónustu og fleiru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024