Vísir hf. í Grindavík eignast 45% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf.
Olíufélagið hf., Tryggingamiðstöðin hf. og samstarfsaðilar hafa selt Vísi hf. í Grindavík 45% eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Skrifað var undir samninga þess efnis í Reykjavík síðdegis á föstudag Seljendur hlutabréfanna eignast í staðinn hlut í Vísi hf.Vísir hf. er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki og verður nú með starfsemi í öllum landsfjórðungum: þ.e. í Grindavík, á Þingeyri (Fiskvinnslan Fjölnir), á Djúpavogi (Búlandstindur) og á Húsavík (Fiskiðjusamlag Húsavíkur). Vísir á og gerir út 7 línu- og netaskip og er stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins. Megináhersla er lögð á bátaútgerð og landvinnslu. Gert er ráð fyrir að með kvóta allra fjögurra fyrirtækjanna verði hægt að afla sem nemur 14–16 þúsund tonnum, sem er nálægt hráefnissþörf fiskvinnsluhúsanna fjögurra í samstæðunni.
Markmiðið með kaupum hluts í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. er að efla útgerðarþátt samstæðunnar og breikka framleiðslulínuna í landi. Stefnt er að aukinni framleiðslu í landi á öllum stöðum þar sem Vísir hf. er með starfsemi.
Vísir hf. í Grindavík
Fyrirtækið stofnað 1965 af Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans, sem eiga það og reka.
Velta árið 2001 3,5 milljarðarr króna
Veiðiheimildir: 9.500 þorskígildistonn.
Framleiðslan 2001: 4000 tonn af blautverkuðum fiski, 1500 tonn af frystri síld og 30 þús tunnur af saltaðri síld. Mest af framleiðslunni fer á markað á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi.
Vísir hf. rekur fiskvinnslu á þremur stöðum:
Grindavík: saltfiskverkun.
Djúpivogur: Vísir hf. keypti meirihluta í Búlandstindi hf. árið 1999 og á nú um 90% í fyrirtækinu. Rekstrinum var breytt verulega og áhersla lögð á bolfisk- og síldarvinnslu.
Þingeyri: Vísir hf. tók þátt í að stofna Fiskvinnsluna Fjölni í ágúst 1999, með atbeina Byggðastofnunar. Vísir á tæplega helming fyrirtækisins og annast rekstur þess. Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á Þingeyri, einkum á sviði fiskvinnslu og tengds atvinnurekstrar.
Starfsmenn eru alls um 200.
Skipaflotinn: 7 línuskip, 200-300 brúttótonn að stærð: Hrungnir GK-50, Sighvatur GK-57, Freyr GK-157, Fjölnir ÍS-7, Sævík GK-257, Sunnutindur SU-59 og Páll Jónsson GK-7.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur megináherslu á bolfisk-og rækjuvinnslu. Fyrirtækið er ekki með eigin útgerð en er í veiðisamstarfi við Samherja hf.
Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og er því meðal elstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Velta árið 2001: um 2 milljarðar króna; hagnaður af rekstri um 130 milljónir króna.
Veiðiheimildir: 2.000 þorskígildistonn.
Unnið var úr 3000 tonnum af bolfiski og 8000 tonnum af rækju.
Framleidd voru 1700 tonn af frosnum bolfiskafurðum og 2000 tonn af pillaðri rækju.
Starfsmenn eru alls um 120.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. er skráð á Verðbréfaþingi Íslands.
Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur verður haldinn þriðjudaginn 12. mars nk. kl. 14:00.
Markmiðið með kaupum hluts í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. er að efla útgerðarþátt samstæðunnar og breikka framleiðslulínuna í landi. Stefnt er að aukinni framleiðslu í landi á öllum stöðum þar sem Vísir hf. er með starfsemi.
Vísir hf. í Grindavík
Fyrirtækið stofnað 1965 af Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans, sem eiga það og reka.
Velta árið 2001 3,5 milljarðarr króna
Veiðiheimildir: 9.500 þorskígildistonn.
Framleiðslan 2001: 4000 tonn af blautverkuðum fiski, 1500 tonn af frystri síld og 30 þús tunnur af saltaðri síld. Mest af framleiðslunni fer á markað á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi.
Vísir hf. rekur fiskvinnslu á þremur stöðum:
Grindavík: saltfiskverkun.
Djúpivogur: Vísir hf. keypti meirihluta í Búlandstindi hf. árið 1999 og á nú um 90% í fyrirtækinu. Rekstrinum var breytt verulega og áhersla lögð á bolfisk- og síldarvinnslu.
Þingeyri: Vísir hf. tók þátt í að stofna Fiskvinnsluna Fjölni í ágúst 1999, með atbeina Byggðastofnunar. Vísir á tæplega helming fyrirtækisins og annast rekstur þess. Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á Þingeyri, einkum á sviði fiskvinnslu og tengds atvinnurekstrar.
Starfsmenn eru alls um 200.
Skipaflotinn: 7 línuskip, 200-300 brúttótonn að stærð: Hrungnir GK-50, Sighvatur GK-57, Freyr GK-157, Fjölnir ÍS-7, Sævík GK-257, Sunnutindur SU-59 og Páll Jónsson GK-7.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur megináherslu á bolfisk-og rækjuvinnslu. Fyrirtækið er ekki með eigin útgerð en er í veiðisamstarfi við Samherja hf.
Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og er því meðal elstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Velta árið 2001: um 2 milljarðar króna; hagnaður af rekstri um 130 milljónir króna.
Veiðiheimildir: 2.000 þorskígildistonn.
Unnið var úr 3000 tonnum af bolfiski og 8000 tonnum af rækju.
Framleidd voru 1700 tonn af frosnum bolfiskafurðum og 2000 tonn af pillaðri rækju.
Starfsmenn eru alls um 120.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. er skráð á Verðbréfaþingi Íslands.
Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur verður haldinn þriðjudaginn 12. mars nk. kl. 14:00.