Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vinnustofa í umsóknarskrifum
Fimmtudagur 11. febrúar 2021 kl. 10:44

Vinnustofa í umsóknarskrifum

Heklan býður frumkvöðlum á Suðurnesjum á vinnustofu í umsóknarskrifum þar sem m.a. verður horft til umsókna í Tækniþróunarsjóð sem er einn stærsti styrktarsjóður landsins. Næsti skilafrestur fyrir Vöxt/Sprett og Sprota er 15. mars 2021, og getur styrkur numið allt að 50 mkr. yfir 2 ár. Það er því til mikils að vinna!

Vinnustofan er þannig upp byggð að fyrst horfa þátttakendur á 3 klst netnámskeið Senza í Rannís skrifum, og byrja um leið að skrifa eigin umsókn, sjá nánar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðan hittast þátttakendur á Zoom í tveimur æfingatímum með leiðbeinanda, 15. febrúar kl. 9 – 10:30 og 22. febrúar kl. 9 – 10:30 þar sem gefst færi á að spyrja nánar og fara ítarlega í þætti sem þátttakendur hafa rekið sig á í upphafi skrifa.

Á vinnustofunni verður farið yfir raunverulegar umsóknir sem hafa fengið styrk, uppbyggingu umsókna, orðalag trix og tækni sem byggir á áratuga reynslu en leiðbeinandi er Einar Sigvaldason hjá Senza. Ráðgjafar Heklunnar veita einnig ráðgjöf á vinnustofunni og verða þátttakendum innan handar. Að lokum munum við fá nokkra frumkvöðla í heimsókn sem segja frá sínum umsóknarskrifum og miðla úr viskubrunni sínum.

Netnámskeiðið sem þátttakendur fá aðgang að gildir fram yfir umsóknarfrest í mars 2021 og aftur í 2 mánuði fyrir næstu tvo umsóknarfresti í september 2021 og febrúar/mars 2022. Þá fylgir vinnustofunni gagnabanki og aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem þátttakendur geta hjálpast að. Þá munu valin verkefni fá einkaráðgjöf hjá leiðbeinanda.

INNIFALIÐ:

– 23 video bútar á vefsvæði Teachable, umsókn brotin niður eftir spurningum.

– Glærur úr fyrirlestri settar undir hvern videobút, til að auka lesanleika.

– Excel skjöl til niðurhals úr tveimur umsóknum, hjálparskjal excel úr einni umsókn.

– Rafræni hlutinn á PDF formi.

– Word hjálparskjöl fyrir rafræna hluta fylgja með s.s. CV, samningar við auglýsendur, samstarfsaðila og verktaka, kaupréttarsamningur, uppkast að notendaviðmóti og viðhengi fyrir tæknilegt nýnæmi

VERÐ:

Alls kr. 7.800

–  Ofangreint verð er niðurgreitt af Heklunni og ætlað skjólstæðingum hennar.
– Athugið að að auki veita mörg stéttarfélög styrk fyrir allt að 90% af netnámskeiðum.

Nánari upplýsingar veitir [email protected].

Hér er hægt að skrá sig á vinnustofuna:

https://forms.gle/raNRDWM2mP56YJEs6