Viltu eiga loftmynd af sumarbústaðnum þínum?
Nú stendur sumarhúsaeigendum til boða að eignast loftmynd af sumarbústaðnum sínum og umhverfi hans. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður úr Keflavík ætlar að fljúga með ljósmyndara yfir sumarhúsabyggðir á Suðurlandi á næstu dögum og vikum. Þeir sem vilja panta myndatöku af sínu sumarhúsi geta haft samband við Þórarinn (Tóta) í síma 698 8684 til að fá nánari upplýsingar.Myndirnar verða teknar úr þyrlu og þar sem kostnaður við flugið er nokkur verður ekki farið af stað fyrr en a.m.k. tuttugu myndatökur hafa verið bókaðar. Þá verður gert samkomulag við veðurguðina, þannig að sumarhúsið og næsta umhverfi skarti sínu fegursta.
Síminn er 698 8684
Síminn er 698 8684