Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vilja ekki auglýsingar á eggin af Vatnsleysuströndinni
Miðvikudagur 5. júní 2002 kl. 10:37

Vilja ekki auglýsingar á eggin af Vatnsleysuströndinni

Neytendasamtökin lýsa sig andsnúin hugmyndum þeirra eggjaframleiðenda sem hyggjast stimpla auglýsingar á egg sín. Nesbúið á Vatnsleysuströnd er þegar farið að stimpla jóla - og sumarkveðjur á egg og eru forsvarsmenn eggjabúsins í viðræðum við stórfyrirtæki um sölu á auglýsingum á eggin. Fleiri eggjaframleiðendur hyggjast feta í þessi fótspor. "Ef eitthvað á að stimpla á eggin þá ætti það að vera upplýsingar um síðasta neysludag. Það kæmi neytendum til góða," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.
"Ég lít svo á að eggjaframleiðendur séu einfaldlega að misnota merkibúnað sinn ef þeir ætla að nota hann til að stimpla auglýsingar á egg en ekki upplýsingar um síðasta neysludag," segir hann. "Hins vegar væri ágætt ef þessar auglýsingar gætu orðið til þess að lækka eggjaverð hér á landi sem er óheyrilegt miðað við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar."

Þetta kemur fram á vef Vísis.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024