Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Viku afmælishátíð á Hótel Keflavík og KEF
Feðginin Steinþór og Lilja Karen fagna afmæli næstu daga.
Sunnudagur 15. maí 2022 kl. 13:59

Viku afmælishátíð á Hótel Keflavík og KEF

„Við náðum að halda hótelinu og KEF restaurant opnu í gegnum Covid með dugnaði starfsfólks og eiganda. Það þökkum við einnig bæjarbúum sem hafa sýnt okkur einstaka tryggð og fagnað með okkur endurbótum á almennu rými og veitingastaðnum sem okkur tókst að framkvæma að mestu á þessu skrýtnu tímum. Við höfum sérstaka ástæðu til að fagna fyrsta afmælisdegi hótelsins eftir Covid og ætlum að vera með afmælishátíð næstu daga,“ segir Lilja Karen Steinþórsdóttir aðstoðarstoðar hótelstjóri og markaðsstjóri á Hótel Keflavík og KEF resturant.

Lilja Karen segir að viðbrögð gesta og aukin viðskipti þeirra vegna hafa gefið þeim byr undir báða vængi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við höfum þegar ákveðið að halda þessari stefnu, að vera betri í dag en í gær, til framtíðar áður en við förum í fjölgun herbergja sem þó er þegar á teikniborðinu. Við erum t.d. þessa daganna að endurgera pallinn fyrir utan hótelið og svalir veitingastaðarins sem verður með rómantískasta matarborðið á Íslandi. Einnig erum við að standsetja nýjan tæplega þúsund flösku rauðvínsskáp í aðalsalnum en hótelstjórinn heimsækir nú birgja beint til að finna bestu gæðin og gera eitthvað nýtt og spennandi með þeim. Hugmyndin er líka að flytja inn ítölsk gæðavín sem myndu passa vel í ítalska Versace umhverfið okkar. En þetta er allt langhlaup ef vel á vera. Við stefnum á að hvert afmæli hótelsins fagni nýjungum og betri þjónustu en áður og bjóðum því öllum að fagna 36 ára afmælinu með okkur alla næstu viku,” segir Lilja Karen að lokum

Afmælisdagskránna má finna á www.kef.is/is/afmaeli.

Það var mikið verk að koma stærsta vínskáp landsins fyrir á KEF resturant.