Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 8. október 2002 kl. 10:13

Viðskipta- og fjármálanámskeið fyrir ungt fólk

Fyrirtækjum á Suðurnesjum gefst nú kostur á að taka þátt í spennandi uppbyggingu hvað varðar viðskiptaþekkingu ungs fólks. Ísland er að verða nýjasta aðildarríki Junior Achievement International (JAI) en þau samtök ein stærsta alþjóðlega stofnunin á sviði hagfræðilæsis og fræðslu um fyrirtækjarekstur sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Námskeiðin sem JAI hefur þróað eru bæði notuð í hefðbundnu skólaumhverfi en einnig utan þess eru ætluð nemendum frá 6 ára aldri.Vinsælasta námskeið JAI heitir Company program eða Fyrirtækjasmiðja og er ætlað framhaldsskólanemum. Námskeiðið miðar að því að kenna nemendum að byggja upp skilning á viðskiptafærni, fjárhagsáætlunum og ábyrgð í fyrirtækjarekstri svo eitthvað sé nefnt auk þess sem þau fá tækifæri í gegnum JAI til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum og sýningum.

Uppbygging JAI ræðst af þátttöku félagsmanna sem hafa þá jafnframt stefnumótandi áhrif á námsframboð samtakanna. Fólk úr atvinnulífinu kemur að námskeiðahaldi með því að verja tíma sínum til ráðgjafar um þau fyrirtæki sem nemendur stofna hverju sinni. Það er því hagur samtakanna að félagsmenn komi sem víðast að úr atvinnulífinu og hafi möguleika á að koma að stefnumótun samtakanna hérlendis með það fyrir augum að hafa áhrif á framtíðarstarfsmenn sína.

Kynningarfundur um JAI verður haldinn hjá MOA, Hafnargötu 57, 2. hæð, föstudaginn 11. október, kl. 13:00-14:15. Jónatansson framkvæmdastjóri Búseta er jafnframt framkvæmdastjóri JAI á Íslandi en hann mun kynna framtíðaráform JAI og svara spurningum um samtökin.


Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að móta framtíðarstarfsmenn þína, hafa áhrif á atvinnulífið og láta gott af þér leiða í þágu atvinnuuppbyggingar er JAI vettvangur fyrir þig.
Nánari upplýsingar veita Helga Sigrún Harðardóttir, atvinnuráðgjafi MOA í síma 421-6700 og Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri JAI í síma 893-0553.

Skráning hjá MOA í síma 421-6700 (Helga Sigrún) eða á netfang [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024