Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Viðræðum um sameiningu Grindavíkurrisa slitið
Miðvikudagur 22. janúar 2020 kl. 07:10

Viðræðum um sameiningu Grindavíkurrisa slitið

Viðræður um sameiningar fiskvinnslufyrirtækjanna Vísis hf. Og Þorbjarnar hf. Í Grindavík hefur verið slitið. „Meginskýringin er sú að við náðum ekki alla leið með nógu mörg mál til að klára þetta,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í viðtali við Morgunblaðið.

„Þetta þarf mikið lengri tíma. Við höfum slitum viðræðum en erum enn betur tilbúnir að fara í enn meira samstarf. Við rekum þrjú fyrirtæki saman og það kæmi jafnvel frekari samrekstur til greina,“ sagði Gunnar en fyrirtækin sem hann nefnir eru Haustak, Codland og Pytheas. En það er framleiðslu og markaðsfyrirtæki í Grikklandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar segir að farið hafi verið í ágætis vinnu og báðir aðilar kynnst fyrirtækjunum betur. „Við sjáum hvaða snertifletir koma helst til greina. Við eigum eftir að útfæra það aðeins etur,“ sagði Gunnar og útilokaði ekki að viðræður hæfust aftur síðar.