Video: Iceland Express hefur flug á 5 nýja áfangastaði
Vígsluflug Iceland Express til Friedrichshafen og Berlínar var farið sl. þriðjudag en af því tilefni var haldin athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og farþegum boðið upp á léttar veitingar.
Í gær, miðvikudaginn 17.maí, hófst flug til Gautaborgar og Stokkhólmar en 8.apríl síðast liðin hófst flug til Alicante. Iceland Express flýgur einnig til London, Kaupmannahafnar og Frankfurt Hahn.
Smellið hér til að sjá sjónvarpsfrétt um málið
Á myndinni er Birgir Jónsson frá Iceland Express að klippa á borðana. Texti og mynd af vefsíðu Flugstöðvarinnar.