Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Föstudagur 18. janúar 2002 kl. 14:09

Verslunin Ársól í Garðinum opnar aftur í dag

Sú breyting hefur verið gerð á versluninni Ársól í Garðinum að öll matvara, sælgæti og pizzur hafa verið taknar út úr rekstrinum. Verslunin opnaði aftur í dag eftir gagngerar breytingar og er nú gjafavöruverslun með blóm, gjafavöru, sokkabuxur, garn, skólavörur og leikföng.Ingibjörg Sólmundardóttir og Loftur Sigvaldason, sem hafa rekið Ársól um áratugaskeið ætla einnig að opna handverkstæði sem þau kalla Gallery-Sól í Ársól. Það er opið öllum þeim sem vilja vinna skapandi úr leir, gleri og tré. Leiðbeinendur verða á verkstæðinu að minnsta kosti einn dag í viku, annars er handverkstæðið opið fólki alla daga. Opnunartíminn hefur líka breyst í Ársól, nú er opið alla virka daga fra klukkan 13.00 til 18.00 og frá klukkan 13.00 til 16.00 á laugardögum og sunnudögum, það auðveldar fólki að kaupa afmælispakka um helgar. Handverkstæðið verður opið alla daga þegar búðin er opin og einnig fram á kvöld á virkum dögum, leiðbeinendur á námskeiðunum verða: Ingibjörg Sólmundadóttir, Sigríður Stephensen og Matthildur Ingvarsdóttir, og námskeiðin verða auglýst síðar.

Í dag er opið hús í Ársól frá klukkan 13.00 og eru allir velkomnir í kaffi og kleinur. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í Ársól í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024