SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Viðskipti

Verslun Hagkaups lokar á Fitjum
Föstudagur 31. janúar 2020 kl. 16:43

Verslun Hagkaups lokar á Fitjum

Hagkaup stefnir að því að loka sérvöruverslun sinni í Njarðvík í apríl næstkomandi. Breyttar áherslur innan Hagkaups eru ein helsta ástæða lokunarinnar.

Starfsfólki verslunarinnar var tilkynnt um fyrirhugaða lokun í dag. Um er að ræða átta starfsmenn í fjórum stöðugildum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Árið 2007 létum við þann draum rætast að opna minni útgáfu af Hagkaup þar sem eingöngu yrði seld sérvara með sérstaka áherslu á fatnað og skó. Á síðustu misserum hefur orðið gríðarleg breyting á neysluvenjum Íslendinga og hefur Hagkaup fylgt þeirri þróun með því að draga verulega úr sölu á fatnaði. Af þessum sökum höfum við tekið þá erfiðu ákvörðun að loka sérvöruverslun okkar í Njarðvík nú í apríl. Við erum þakklát fyrir árin hér á Suðurnesjum og þökkum viðskiptavinum og starfsfólki okkar fyrir frábæran tíma,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.