Verslanir opnar til kl. 22 í kvöld
Svokallað Kósýkvöld verður í mörgum verslunum í Reykjanesbæ í kvöld, fimmtudaginn 22. nóvember. Verslanirnar eru opnar á hefðbundnum opnunartíma í dag en opna svo aftur í kvöld milli kl. 20 og 22.
Í auglýsingu í Víkurfréttum í dag segir að þar verði frábær tilboð og léttar veitingar og eru viðskiptavinir hvattir til að koma inn í hlýjar búðir og hafa það kósý.
Á síðu 23 í Víkurfréttum í dag má sjá hvaða verslanir og fyrirtæki taka þátt í Kósýkvöldinu.