Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Verne Global hugar að stækkun á Ásbrú
Klippt á borða
Föstudagur 18. janúar 2013 kl. 11:01

Verne Global hugar að stækkun á Ásbrú

Verne Global, alþjóðlega gagnaverið að Ásbrú í Reykjanesbæ, hugar nú að byggingu annars áfanga vegna aukinna viðskipta og þá sérstaklega með tilkomu nýjasta viðskiptavinarins BMW. Fyrsti viðskiptavinurinn kom fyrir rúmu ári síðan en það var bandaríska fyrirtækið Datapipe. Síðan hafa bæst við tölvuleikjaframleiðandinn CCP, hýsingarfyrirtækið GreenQloud og Opin kerfi.

Nýjasti viðskiptavinur Verne er þýski bílarisinn BMW sem hyggst hýsa þar ofurtölvur fyrir verkfræðinga fyrirtækisins sem starfa við hönnun á nýjum bílum. Þýska fyrirtækið segir aðstæður hér á landi vera ákjósanlegar þar sem gagnaverið sér umhverfisvænt og auk þess þurfi ekki mikla orku til að kæla tölvukerfi þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með verulegri aukningu á flutningsstyrk sæstrengjanna Danice og Farice eykst flutningsgeta gagnaversins úr um 5700 Gb/s í 38 þúsund Gb/s og skapar stórbætta samkeppnisstöðu til uppbyggingar og þjónustu gagnavera á Íslandi.