Veitingavagn með fisk og franskar opnar á Fitjum
	Veitingavagn sem selur fisk og franskar hefur fengið stöðuleyfi á Fitjum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt Tralla ehf. leyfið. Fær veitingavagninn að vera staðsettur austan við bæjarskiltið á Fitjum, skammt frá Bónus, til 1. október í haust. Segir í gögnum ráðsins að samþykkið sé tilraun.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				