Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 19. febrúar 2003 kl. 11:39

Vefur Reykjanesbæjar fær góða einkunn

Vefur Reykjanesbæjar fær bestu heildarútkomu í útttekt sem gerð var á vefjum 20 stærstu sveitarfélaganna þar sem fjallað er um þjónustuhlutverk þeirra. Lagt var mat á þrjá þætti þjónustu sem eru a) vefur sem frétta- og upplýsingamiðlun, b) vefur sem þjónustuvefur og c) vefur sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta.Úttektin var gerð í lok árs 2002 af Jóni Heiðari Þorsteinssyni og eru niðurstöðurnar jafnframt bornar saman við könnun sem gerð var á vefjunum árið 2001. Vefur Reykjanesbæjar hefur bætt sig umtalsvert frá fyrri könnun og inniheldur mest af því efni og þjónustu sem verið var að skoða í úttektinni.
Niðurstaða úttektarinnar er sú að fjölmenn sveitarfélög hafa meira af efni og þjónustu á vefjum sínum en þau fámennari. Fjölmennustu sveitarfélögin
hafa bætt umtalsvert við þjónustu á vefnum en margir þeirra eru síður vettvangur umræðu og skoðanaskipta en áður. Þetta á þó ekki við um vef Reykjanesbæjar en hans helsti styrkur er m.a. vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Fámennustu sveitarfélögin virðast lítið hafa bætt við þjónustu á vefjum sínum. Ef þessi þróun heldur áfram telur skýrsluhöfundurað umtalsverður munur verði á þjónustu og efni á vefjum fámennra og fjölmennra sveitarfélaga hér á landi áður en langt um líður.

Meðaltal vefs Reykjanesbæjar er 77%. Fyrir þjónustuver 75% fyrir fréttir og upplýsingamiðlun 50%, fyrir umræðu og skoðanaskipti 100% Heildarmeðaltal þjónustu fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins í síðustu úttekt sem gerð var í árslok 2001 var 52% en 63% hjá Reykjanesbæ.

Upplýsingavefur Reykjanesbæjar er í stöðugri þróun og mun úttektin nýtast við að auka enn frekar þjónustuþætti. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024