Vaxandi atvinnuleysi og umferð um Reykjanesbrautina hefur áhrif á Suðurnesjaverslun
„Við finnum það öll sem störfum í verslun og þjónustu að vaxandi atvinnuleysi á svæðinu og meiri umferð um Reykjanesbrautina hefur áhrif á verslunina. Suðvesturhornið allt er líka eitt markaðssvæði og samkeppnin mikil og því ekki óeðlilegt að það þurfi að endurskoða hagkvæmnina reglulega. Við erum í samkeppni við við þá stóru og munum vera það um ókomna framtíð,“ segir Skúli Skúlason starfsmannastjóri Samkaupa í samtali við Víkurfréttir í kjölfar tíðinda um breytingar í verslun í Reykjanesbæ.Víkurfréttir greindu frá því fyrstar fjölmiðla að Hagkaup ætlaði að loka verslun sinni á Fitjum og að Bónus væri að skoða málið að opna verslun í Reykjanesbæ. Í allri þessari umrfæðu hefur heyrst að verslunin Miðbær muni loka von bráðar. Til að kanna hug Suðurnesjamanna gerðu Víkurfréttir könnun á netinu þar sem kom fram mikill stuðningur við þá verslun sem fyrir á á Suðurnesjum:
„Ég vil byrja á að gleðjast yfir þeim vísbendingum sem eru í vefkönnun Víkurfrétta, það hvetur okkur áfram til þess að reyna að þjónusta Suðurnesjamenn eins og við best getum. Varðandi áform um verslunarrekstur á Fitjum þá eru þau samkvæmt fréttum ekki ákveðin, sama má segja um verslunina Miðbæ hjá okkur,“ segir Skúli Skúlason að endingu.
„Ég vil byrja á að gleðjast yfir þeim vísbendingum sem eru í vefkönnun Víkurfrétta, það hvetur okkur áfram til þess að reyna að þjónusta Suðurnesjamenn eins og við best getum. Varðandi áform um verslunarrekstur á Fitjum þá eru þau samkvæmt fréttum ekki ákveðin, sama má segja um verslunina Miðbæ hjá okkur,“ segir Skúli Skúlason að endingu.