Varnarliðið: Fær afhentar fyrstu íbúðirnar í 1,5 milljarða kr. stórverkefni
Á morgun, þriðjudaginn 20. apríl, tekur yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, Dean Kiyohara kafteinn, við fyrstu íbúðinni af 88 í svokölluðum SP húsum á Keflavíkurflugvelli sem Íslenskir aðalverktakar hafa hafið endurnýjun á og er þriggja ára verkefni sem kostar um 1,5 milljarð króna. "SP" húsin voru fyrstu íbúðarhúsin sem reist voru á Keflavíkurflugvelli yfir starfsmenn bandaríska verktakafyrirtækisins sem rak Keflavíkurflugvöll í umboði íslensku og bandarísku ríkisstjórnarinnar á árunum 1947-1951, og íslenska ríkisstarfsmenn á flugvellinum.Þess má geta að fyrirtækið lét einnig reisa gömlu flugstöðina og fleiri hús á þessu tímabili. (SP stendur fyrir Semi-Permanent og þýðir að húsin voru einungis hálfvaranleg eða hálfgildings til bráðabirgða, eftir því hvort glasið er hálffullt eða hálftómt, og gerð til að standa í 25 ár með viðeigandi viðhaldi).
Um er að ræða 15 tveggja hæða hús með 88 íbúðum alls og eru húsin endurnýjuð að öllu leiti nema burðarvirki og útveggir. Skipt er um alla innviði, lagnir og innréttingar, en húsin voru öll einangruð og klædd að utan fyrir fjórum árum. Verkið er í höndum Íslenskara aðalverktaka sem áætla að ljúka því árið 2005 en hönnun er gerð í samvinnu Hönnunar hf. og bandarískrar verkfræðistofu. Kostnaður við verkið nemur samtals um 1,5 milljarði króna.
Húsnæðisdeildin rekur alls 973 íbúðir í 88 fjölbýlishúsum fyrir samtals um 3,000 manns sem eru liðsmenn varnarliðsins og fjölskyldur þeirra sem dvelja á Keflavíkurflugvelli í 2-3 ár. Heildaríbúafjöldi á vegum varnarliðsins er um 4000 manns, en önnur deild (Billeting) starfrækir húsnæði fyrir 1000
einhleypa eða þá sem hafa skemmri viðdvöl. 9 íslendingar og 7 bandaríkjamenn starfa hjá húsnæðisdeildinni og er árlegur kostnaður við reksturinn tæpar 900 milljónir króna, en öll viðhaldsvinna á húsnæðinu er framkvæmd af íslenskum verktökum.
Um er að ræða 15 tveggja hæða hús með 88 íbúðum alls og eru húsin endurnýjuð að öllu leiti nema burðarvirki og útveggir. Skipt er um alla innviði, lagnir og innréttingar, en húsin voru öll einangruð og klædd að utan fyrir fjórum árum. Verkið er í höndum Íslenskara aðalverktaka sem áætla að ljúka því árið 2005 en hönnun er gerð í samvinnu Hönnunar hf. og bandarískrar verkfræðistofu. Kostnaður við verkið nemur samtals um 1,5 milljarði króna.
Húsnæðisdeildin rekur alls 973 íbúðir í 88 fjölbýlishúsum fyrir samtals um 3,000 manns sem eru liðsmenn varnarliðsins og fjölskyldur þeirra sem dvelja á Keflavíkurflugvelli í 2-3 ár. Heildaríbúafjöldi á vegum varnarliðsins er um 4000 manns, en önnur deild (Billeting) starfrækir húsnæði fyrir 1000
einhleypa eða þá sem hafa skemmri viðdvöl. 9 íslendingar og 7 bandaríkjamenn starfa hjá húsnæðisdeildinni og er árlegur kostnaður við reksturinn tæpar 900 milljónir króna, en öll viðhaldsvinna á húsnæðinu er framkvæmd af íslenskum verktökum.