Varnarlið: Sjóflutningar boðnir út
Sjóflutningar fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli verða boðnir út í sumar. Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir íslenskum skipafélögum sem hafa áhuga á að taka þátt í útboðinu. Ný reglugerð sker úr um hvað skuli teljast íslensk skipafélög.Skipafélögin Transatlantic lines og Atlantsskip hafa séð um sjóflutningana síðastliðin 5 ár samkvæmt samningi við flutningadeild Bandaríkjahers. Í samningi Íslands og Bandaríkjanna um þessa sjóflutninga kemur fram að 65% þeirra komi í hlut lægstbjóðanda en 35% þeirra komi í hlut þess bjóðanda frá hinu landinu sem lægstur er.
Síðast þegar samningur um slíka flutninga var boðinn út kom upp deila um hvað telja bæri íslenskt skipafélag og var meðal annars rætt um að svokölluð skúffufyrirtæki hefðu verið stofnuð til að eitt og sama skipafélagið gæti bæði talist íslenskt og bandarískt og gæti því fengið alla flutningana.
Fyrr í mánuðinum tók gildi reglugerð sem samin var í utanríkisráðuneytinu þar sem greint er á um það með skýrum hætti hvað telja beri íslenskt skipafélag. Meðal annars kemur fram að þau skulu vera skráð á Íslandi og starfrækja höfuðstöðvar sínar hér. Einnig skulu forsvarsmenn þeirra og lykilstarfsfólk vera búsett hér á landi.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Síðast þegar samningur um slíka flutninga var boðinn út kom upp deila um hvað telja bæri íslenskt skipafélag og var meðal annars rætt um að svokölluð skúffufyrirtæki hefðu verið stofnuð til að eitt og sama skipafélagið gæti bæði talist íslenskt og bandarískt og gæti því fengið alla flutningana.
Fyrr í mánuðinum tók gildi reglugerð sem samin var í utanríkisráðuneytinu þar sem greint er á um það með skýrum hætti hvað telja beri íslenskt skipafélag. Meðal annars kemur fram að þau skulu vera skráð á Íslandi og starfrækja höfuðstöðvar sínar hér. Einnig skulu forsvarsmenn þeirra og lykilstarfsfólk vera búsett hér á landi.
Ríkisútvarpið greinir frá.