Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

 Vann bensín fyrir 50.000 kr. í lukkupotti Bernhard
Föstudagur 10. febrúar 2012 kl. 14:10

Vann bensín fyrir 50.000 kr. í lukkupotti Bernhard

Í tilefni af því að hinir sívinsælu Honda CR-V jepplingar hafa verið í sölu hjá Bernhard ehf., í 15 ár, bauð fyrirtækið í samstarfi við þjónustuaðila Honda uppá nýja gerð af þjónustuskoðun fyrir Honda CR-V af árgerðum 2002-2006.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þessi nýja þjónustuskoðun var boðin á landsvísu og lentu nöfn Þeirra eigenda Honda CR-V bifreiða, sem tóku þátt, í lukkupotti þar sem dregið var um tíu 50.000 króna eldsneytisúttektir hjá Olís bensínstöðvum um land allt.


Þátttaka var það góð að Bernhard ehf., hyggst halda áfram að bjóða uppá nýjungar í þjónustuskoðunum í framtíðinni.

Þegar hafa 10 heppnir eigendur Honda CR-V verið dregnir úr lukkupotti og er það von okkar hjá Bernhard að eldsneytisúttektirnar komi sér vel fyrir þá heppnu. Á Suðurnesjum hlaut Jóhannes Kristbjörnsson vinninginn og mætti hann í gær í umboðið í Reykjanesbæ ásamt konu sinni, Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur, og tók við vinningnum.


Eins og áður hefur komið fram hefur Honda CR-V verið í sölu á Íslandi í 15 ár og hefur á þeim tíma notið fádæma vinsælda enda traustur fjórhjóladrifinn, vel útbúinn, rúmgóður jepplingur, sem nýtist frábærlega ört stækkandi hópi ánægðra viðskiptavina Bernhard ehf., hvort sem er við akstur innan- eða utanbæjar, segir í tilkynningu.


Bernhard ehf., heldur upp á 50 ára afmæli sitt nú 2012 og verður bryddað upp á ýmsu til hátíðabrigða. Þar á meðal eru frumsýningar á þremur nýjum bílum og má nefna nýjan Honda Civic í mars og Peugeot 208 á haustmánuðum. Bernhard ehf., hefur verið í eigu sömu aðila frá 1962 og setur það fyrirtækið í sérstöðu á sínu sviði.


Boðið var upp á lukkuleikinn í samstarfi við Olís og hefur Olís bætt um betur og gefið frímiða frá matsölustaðnum Quiznos með hverjum vinningi.
Finna má nöfn hinna heppnu á heimasíðu Bernhard ehf.


Myndin:

Vinningurinn afhentur í gær. F.v.: Erlingur Hannesson, Sverrir Gunnarsson, Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson.
VF-mynd: Hilmar Bragi