Útrás í kreppunni
Stefán Bjarnason hefur smíðað líkkistur fyrir Suðurnesjamenn í 15 ár en segja má að fyrirtæki hans hafi orðið til upp úr kreppu. Líkt og nú var lítið um að vera í byggingariðnaði og því þurftu menn að horfa á eftir nýjum atvinnutækifærum.
„Þetta var í raun sprotafyrirtæki hér á Suðurnesjum því fyrir stofnun þess hafði ekki verið smíðuð líkkista hér á svæðinu í áratugi,“ segir Stebbi sem nú er farinn í útrás á Reykjavíkurmarkaðinn enda innlend framleiðsla orðin vel samkeppnishæf í núverandi ástandi.
„Enda hefur það líka komið í ljós að menn eru ánægðari með þessar kistur fremur en fjöldaframleiddar og innfluttar. Þær koma oft skemmdar, barðar og rispaðar eftir flutninginn milli landa þannig að ég vil meina að gæðin séu betur tryggð hér heima,“ segir Stebbi Bjarna.
Viðtal við Stebba verður í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
---
VFmynd/elg – Stebbi Bjarna hefur smíðað líkkistur fyrir Suðurnesjamenn í 15 ár.