Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 09:41

Útlitsbreytingar á Kaffi Duus

Nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á Kaffi-Duus á síðustu dögum og er heildarsvipur þess orðinn mun skemmtilegri en áður. Helsta breytingin sem gerð var er að barinn var stækkaður töluvert og aðgengi að honum gert mun betra bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Aðkoman að „nýja“ salnum var einnig bætt og svo var starfsmannaaðstaðan gerð betri. Sigurbjörn Sigurðsson eða Bói á Duus eins og hann er kallaður, eini eigandi Kaffi-Duus sagði að þetta hefði í raun verið andlitslyfting á staðnum og fyrir utan þær breytingar sem gerðar voru var staðurinn einnig málaður upp á nýtt og því er kominn fallegri heildarsvipur á hann fyrir vikið.
Hvernig gengur annars reksturinn?
„Hann gengur mjög vel enda er brjálað að gera frá morgni til kvölds. Við fáum vanalega um 50-70 manns hingað í hádeginu og eitthvað svipað á kvöldin, þ.e.a.s. í mat. Fólk er svo að koma frá kl. níu á morgnanna og uppúr til að fá sér kaffi og með því eða annað sem við bjóðum upp á“.
Eru þið að bjóða upp á eitthvað nýtt í kjölfarið á breytingunum?
„Já það kemur nýr matseðill á næstu dögum eða vikum. Öðru verður ekki breytt og munum við halda áfram að bjóða upp á lifandi tónlist um helgar eins og við höfum gert, u.þ.b. tvisvar í mánuðu. Við viljum ekki hafa lifandi tónlist um hverja helgi heldur viljum við frekar koma inn í skemmtanaflóruna einu sinni og einu sinni enda hefur því verið tekið mjög vel og alltaf kjaftfullt um helgar“.
Er bara fólk héðan af Suðurnesjunum sem sækir staðinn?
„Nei það er mikið um að ferðamenn og utanaðkomandi fólk komi hingað, þá sérstaklega fólk sem er hér í dagsferðum og þess háttar. Við höfum ekki verið að auglýsa okkur neitt sérstaklega og því hefur þetta bara spurst út víða og auglýst sig sjálft“.
Má þá segja að Kaffi-Duus sé heitasti staðurinn á Suðurnesjum?
„Já hann er það í dag!“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024