Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Utanferðir Íslendinga fimmtungi færri en árið 2007
Sunnudagur 13. janúar 2013 kl. 15:52

Utanferðir Íslendinga fimmtungi færri en árið 2007

Ferðir Íslendingar til útlanda voru tíðari í fyrra en árið á undan. Við erum þó langt frá því að vera jafn ferðaglöð og við vorum á árunum 2005 til 2008. Þetta kemur fram í samantekt Túrista.is.

Sumir fara í nokkrar utanlandsferðir á ári, aðrir einu sinni og margir halda sig heima. En samtals fóru Íslendingar rúmlega 358 þúsund sinnum frá landinu í fyrra. Það er aukning um fimm prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.

Árið 2012 var meðalár þegar litið er til utanferða Íslendinga síðustu tíu ár en miklar sveiflur hafa verið á þessu tímabili. Þannig voru ferðirnar fæstar árið 2009 eða 254 þúsund talsins en voru nærri tvö hundruð þúsund fleiri árið 2007. Það var metár í ferðum til annarra landa eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan sem er byggt á mælingum Ferðamálastofu.

Fjöldi ferða Íslendinga til útlanda frá árunum 2003 til 2012

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024